is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14518

Titill: 
 • Tekjustraumar ungs íslensks tónlistarfólks sem einnig starfar á erlendum vettvangi
 • Titill er á ensku Income streams of young Icelandic musicians who also operate abroad
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þetta verkefni fjallar um hvernig tekjustraumar ungs íslensks tónlistarfólks, sem hafa sínar megin tekjur af tónlist og starfa einnig á erlendum vettvangi, líta út. Til þess var notuð rannsóknarspurningin; „Hvernig eru tekjustraumar ungs íslensks tónlistarfólks sem hafa sínar megin tekjur af tónlist og starfa einnig á erlendum vettvangi byggðir upp?”
  Skýrsluhöfundur framkvæmdi eigindlega rannsókn þar sem tekin voru viðtöl með hjálp hálfopins viðtalsramma við sex þjóðþekktar persónur úr íslensku tónlistarlífi.
  Helstu niðurstöður voru þær að skipta mátti viðmælendum niður í 2 hópa. Hópur 1 var kominn lengra á veg með sinn tónlistarferil og byggði á grunni sem hann gat notað við tekjuöflun sína. Helstu tekjustraumar þessa hóps voru sala á geisladiskum og höfundaréttar tengd innkoma ásamt tónleikahaldi og öðrum tónlistartengdum tekjum. Hópur 2 var ekki kominn eins langt og hópur 1 með tónlistarferil sinn og treysti hann töluvert á styrki. Styrkirnir voru notaðir við að byggja upp þann grunn sem tónlistarfólk þarf til þess að geta treyst á tekjustreymi, þ.e.a.s styrkirnir voru notaðir til þess að taka upp og gefa út tónlist og framfleyta tónlistarfólkinu á tónleikaferðalögum.
  Niðurstöðurnar sýndu líka að allir viðmælendur litu á stafræna þróun og aukinn hraða og dreifingu veraldarvefnum sem tækifæri því landamæri tónlistariðnaðarins væru í raun ekki til staðar lengur. Tónlistarmenn nú til dags geta því unnið mikið af því starfi sem hér áður fyrr þurfti að borga öðru fólki mikla peninga fyrir að gera og sparað sér þannig töluverða fjármuni.

Samþykkt: 
 • 29.4.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14518


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð Helgi Rúnar Gunnarsson.pdf840.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna