is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1452

Titill: 
 • Nemendaverndarráð - barnavernd? : uppruni og starfshættir nemendaverndarráða
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er rannsókn á nemendaverndarráðum í íslenskum grunnskólum. Í ráðunum sitja sérfræðingar með ólíka menntun og reynslu og er þeim ætlað að samræma þjónustu við nemendur á sviði heilsugæslu, námsráðgjafar og sérfræðiþjónustu. Í ritgerðinni er fjallað um tilurð og uppruna nemendaverndarráða og leið þeirra inn í lög og reglur um grunnskóla. Breytingar á viðhorfum til barna eru raktar og gerð er grein fyrir nýjum áherslum í barnaverndarstarfi. Einnig er fjallað um nemendaverndarráð í tengslum við ákvæði um barnavernd.
  Eigindleg tilviksathugun á starfsemi nemendaverndarráða tveggja grunnskóla í Reykjavík; Gamla skóla og Nýja skóla. fór fram skólaárið 2004-2005. Gögnum var safnað með því að athuga skjöl og önnur skrifleg gögn, gera vettvangsathuganir og taka viðtöl meðal annars við fólk sem tók þátt í stofnun fyrstu nemendaverndarráðanna. Forkönnun var gerð árið 2004 og náði til kynninga á nemendavernd á heimasíðum 53 skóla.
  Niðurstöður voru skoðaðar í ljósi greiningar Harding á fjórum stefnum í barnaverndarstarfi en þær eru; stefna byggð á lágmarksafskiptum hins opinbera og feðraveldi, landsföðurhyggja og barnavernd, foreldrastefna og stefna um réttindi barna. Áherslur í starfsháttum nemendaverndarráða eru fyrst og fremst í anda foreldrastefnunnar. Þó má greina að þær séu að færast í átt til stefnu um réttindi barna.
  Hugmyndin um nemendavernd í skólum barst hingað til lands um miðjan 8. áratugar síðustu aldar frá Gautaborg. Það tók löggjafann 20 ár að lögfesta nemendavernd í skólum. Niðurstöður gefa til kynna að nemendavernd skólanna tveggja einkennist af góðum vilja og umhyggju fyrir nemendum. Í báðum ráðum var mest fjallað um einstaklingsmál. Í Gamla skóla náði umfjöllunin einnig til almennrar velferðar nemenda og líktist að því leyti fyrstu íslensku markmiðunum. Í Nýja skóla voru úrræði sundurgreindari og sérhæfðari, nýjar sértækar nálganir höfðu þróast og samstarf var meira við aðila utan skólans. Áherslur í starfsháttum beggja ráða eru sérfræðingsmiðaðar og minna fer fyrir því að haft sé markvisst, skipulagt samráð við fjölskyldu nemandans og hann sjálfan. Slíkt samráð er nýjung í barnaverndarstarfi og er í takt við þær áherslur barnaverndarlaganna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að auka réttindi barna og gefa þeim hlutdeild í að taka ákvarðanir sem varða þeirra eigið líf.

Samþykkt: 
 • 14.1.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1452


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RJ.NVR.lokaskjal 3okt. 07.pdf642.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna