en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/14523

Title: 
 • Title is in Icelandic Einkavæðing Landsbankans og Búnaðarbankans. Voru bankarnir einkavæddir á réttmætan hátt?
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Hér á landi átti sér stað umfangsmikið einkavæðingarferli á árunum 1998 til ársins 2005. Meðal þeirra fyrirtækja sem einkavædd voru á þessu tímabili voru ríkisbankarnir Landsbanki Íslands og Búnaðarbanki Íslands.
  Þegar íslensku bankarnir þrír, Landsbanki Íslands, Kaupþing banki, og Glitnir banki, féllu haustið 2008 voru ekki liðin sex ár frá því að sölu ríkisins á stórum eignarhluta í tveimur af fyrrnefndu bönkunum lauk.
  Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort rétt hafi verið staðið að einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans. Sérstaklega verður skoðað hvort bankarnir voru einkavæddir á réttlætanlegu verði miðað við þáverandi forsendur.
  Gert var virðismat út frá fjölþrepa arðgreiðslulíkani og kennitölugreiningu. Í virðismatinu er notast við ársreikninga bankanna frá tímabilinu 1998 til ársins 2002.
  Helstu niðurstöður eru þær, samkvæmt niðurstöðum úr fjölþrepa arðgreiðslulíkaninu og kennitölusamanburði, að í flestum tilvikum er söluvirði bankanna innan verðmarka miðað við gefnar forsendur ársins 2002. Því má segja að þeir hafi verið einkavæddir á réttmætu verði á þeim tíma.
  Bankarnir voru einkavæddir með nokkurra vikna millibili undir lok árs 2002 og fram í byrjun árs 2003. Aðstæður á fjármálamörkuðum þóttu ekki nægilega góðar þegar salan á bönkunum fór fram. Ekki var farið að tilmælum framkvæmdanefndar um einkavæðingu að fresta sölunni þar til aðstæður á mörkuðum bötnuðu. Litið var því fram hjá tilmælum nefndarinnar en hlutverk hennar var að tryggja faglegan undirbúning á sviði einkavæðingar.

Accepted: 
 • Apr 29, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14523


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MS_Ritgerð_KEJ.pdf815.48 kBOpenHeildartextiPDFView/Open