Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14524
Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru smáforrit fyrir snjallsíma sem kenna enskunámskeið. Markmiðið var að bera saman mismunandi námskeið eftir fyrirfram ákveðnum viðmiðum til að greina einkenni þeirra, á hvaða sviðum námskeiðunum er ábótavant og á hvaða sviðum þau eru sterk. Sjö smáforrit sem fundin voru á Google Play smáforritasölusíðunni urðu fyrir valinu. Með þessari rannsókn kom í ljós að það virðist vera að lítil áhersla sé lögð á kenningar sem lúta að tileinkun annarsmáls við þróun kennsluefnisins og að þrátt fyrir mismunandi nálganir og aðferðafræði þá var undirliggjandi tækni sem námskeiðin byggðu á ávalt sú sama. Vegna vanhæfni tölvutækninnar til að skilja tungumál byggðu öll smáforritin á fyrirfram forrituðum möguleikum á ílagi (e. input) og frálagi (e. output). Þessir annmarkar gerðu það að verkum að samskiptaæfingar sem ekki voru fyrirfram forritaðar voru af skornum skammti. Sum smáforritanna tengjast netsíðum sem bjóða upp á „social networking“ en sá möguleiki er ekki enn til staðar innan forritanna sjálfra. Aðeins eitt smáforritanna gat gefið upplýsta svörun (e. feedback). Vegna annmarka tölvutækninnar bar nálgun smáforritanna á enskukennslu mörg einkenni atferliskenningarinnar.
Að lokum bendi ég á það að leit að góðum smáforritum sem kenna ensku á Google Play er tímafrek og að erfitt geti reynst að skilja hafrana frá sauðunum. Ég legg áherslu á að hröð þróun snjallsíma og mikið framboð smáforrita kallar á frekari skoðun á þeim forritum sem í boði eru til að finna þau sem skara framúr og auðvelda þannig öðrum leitendum s.s. nemendum og kennurum að finna forrit sem þeim hentar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
English_BA_thesis_FINAL_.pdf | 935,17 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |