is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14527

Titill: 
  • Ábyrgðarreglur laga um fjölmiðla nr. 38/2011
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Það hefur löngum verið talið að tjáningarfrelsi sé meðal mikilvægustu mannréttinda og hornsteinn hvers lýðræðisþjóðfélags. Frelsi þetta er m.a. verndað í 73. gr. stjórnarskrár okkar Íslendinga og 10. gr. Mannréttindasáttmál Evrópu sem lögfestur hefur verið hér á landi.
    Fjölmiðlar hafa í gegnum aldir gegnt mikilvægu hlutverki þegar kemur að tjáningarfrelsinu og hefur þeim verið játaður meiri réttur en öðrum til þess að tjá sig, þar sem þeir hafa verið taldir gegna lykilhlutverki sem „varðhundar almennings“ og stundum verið kallaðir „fjórða valdið“. Á síðastliðnum áratugum hefur vald fjölmiðla og frelsi til tjáningar farið vaxandi. Eðlilegt er að valdi sem þessu fylgi ábyrgð, og er frelsi það sem fjölmiðlum er játað ekki án takmarkana. Því er mikilvægt að í lögum sé að finna einhverjar reglur sem kveða á um ábyrgð fjölmiðla ef þeir fara út fyrir þau mörk sem þeim eru sett í lögum.
    Reglur um ábyrgð fjölmiðla hefur verið að finna að einhvejru marki í íslenskum lögum allt frá árinu 1855, en það var hins vegar ekki fyrr en árið 2011 sem sett var heildstæð löggjöf um ábyrgð á efni sem birtist í fjölmiðlum. Fram til þess höfðu misjafnar reglur gilt um ábyrgð fjölmiðla eftir tegundum þeirra sem leiddi til ákveðins ójafnræðis. Þá hafði fram til ársins 2011 ekki verið að finna neinar reglur þar sem tekið var á ábyrgð nýrrar tegundar fjölmiðla sem höfðu rutt sér til rúms með tilkomu Internetsins.
    Það ástand hafði skapast hér á landi að mikil réttaróvissa ríkti um ábyrgð á mörgu því efni sem birtist í fjölmiðlum og var sú skipan sem hafði verið í gildi talin vera til þess fallin að hefta tjáningarfrelsi fjölmiðla. Ætlunin með setningu laga um fjölmiðla nr. 38/2011, var m.a. að taka það mikilvæga skref að samræma og einfalda þær reglur sem fyrir voru um ábyrgð fjölmiðla, skerpa þær og gera þær skýrari. Þá var það ætlunin að eyða þeirri réttaróvissu sem uppi hafði verið um ábyrgð fjölmiðla, m.a. með því að kveða á um ábyrgð á birtu efni á Internetinu í fyrsta sinn.
    En var nauðsynlegt að samræma þær ábyrgðarreglur sem gilt höfðu um fjölmiðla? Tókst löggjafanum með fullnægjandi hætti að ná þeim markmiðum sem stefnt var að með lagasetningunni, m.a. að efla tjáningarfrelsi fjölmiðla? Tókst að leysa allan þann vanda sem uppi var fyrir gildistöku laganna, og eyða þeirri réttaróvissu sem komin var upp? Eru ákvæðin um ábyrgð nú orðin skýr og einföld? Hefði verið hægt að hafa ábyrgðarreglurnar með öðrum hætti, og ef svo var, með hvaða hætti?
    Í þessari ritgerð verður leitast við að svara ofangreindum spurningum með því að bera ábyrgðarreglur laga um fjölmiðla saman við þær ábyrgðarreglur sem í gildi voru áður en lögin tóku gildi og er ritgerðinni þannig ætlað að varpa ljósi á það lagaumhverfi sem fjölmiðlar búa nú við þegar kemur að ábyrgð á birtu efni.

Samþykkt: 
  • 29.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14527


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bryndis_ritgerd.pdf654.19 kBLokaður til...01.01.2033HeildartextiPDF