is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14531

Titill: 
 • Innleiðing á rauntíma kjarnsýrumögnun fyrir veirur sem valda iðrakveisu í mönnum. Faraldsfræði veiranna frá 1.mars 2012 til 1.mars 2013
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Iðrakveisa í mönnum er stórt vandamál á heimsvísu þar sem niðurgangur er aðalbirtingarmynd hennar. Iðrakveisa veldur fjölda spítalainnlagna og jafnvel dauða, einna helst hjá börnum yngri en 5 ára og hjá fólki eldra en 60 ára. Orsök iðrakveisu eru yfirleitt veirur, bakteríur og sníkjudýr. Helstu veirur sem valda iðrakveisu eru nóróveirur, sapóveirur, rótaveirur, astróveirur og adenóveirur. Á veirufræðideild Landspítalans er leitað fyrir öllum þessum veirum að undanskildum sapóveirum. Þær eru af ætt caliciveira ásamt nóróveirum og eru þekktar fyrir að valda ýmist hópsýkingum eða einstökum tilfellum af iðrakveisu aðallega í börnum yngri en 5 ára.
  Markmið rannsóknarinnar var að innleiða nýja rauntíma RT-PCR aðferð til leitar að sapóveirum ásamt því að endurbæta eldri aðferðir fyrir leit að nóróveirum. Jafnframt var markmið að gera multiplex-próf með nóró- og sapóveirum auk þess að bera saman nýjar og bættar aðferðir við eldri aðferðir. Einnig að kanna faraldsfræði veiranna hér á landi.
  Alls voru 408 sýni frá 381 sjúklingi rannsökuð þar sem flest sýnin voru frá börnum yngri en 5 ára eða 119 (29,2%). Meirihluti sýnanna var frá inniliggjandi sjúklingum eða veikum einstaklingum sem leitað höfðu til læknis vegna iðrakveisu einkenna.
  Mikið samræmi var á milli eldri og nýrri aðferða eða yfir 98%. Veirur voru greindar í 96 (23,5%) saursýnum þar sem nóróveirur (10,5%) voru algengastar, rótaveirur (9,1%) komu næstar, síðan sapóveirur (3,9%) og að lokum astróveirur (0,7%). Í börnum yngri en 5 ára voru rótaveirur (22,7%) algengastar og nóróveirur (10,1%) næst algengastar. Engir árstíðabundnir toppar sáust.
  Rannsóknin sýndi að tekist hafði að innleiða nýja rauntíma RT-PCR aðferð á Veirufræðideild Landspítalans fyrir sapóveirur ásamt því að gera multiplex-próf með nóróveirum. Algengi veiranna var í samræmi við það sem rannsóknir erlendis hafa sýnt fram á.

Samþykkt: 
 • 30.4.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14531


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristrun_Sigurjonsdottir_Diplomaverkefni_2013.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna