Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/14533
Umfang skapandi greina hefur aukist á síðustu árum og eru tölulegar upplýsingar takmarkandi þar sem gögn eru í mótun. Sviðslistir flokkast undir skapandi greinar og eru þeir aðilar meðhöndlaðir með sérstökum hætti í alþjóðlegum skattarétti undir ákvæðum 17. gr. samningsfyrirmyndar OECD (SF OECD), persónuleg störf listamanna sem framkvæmd eru í erlendu ríki.
Tekjur þessara aðila eru margvíslegar og farið er yfir helstu tekjutegundir þeirra og hvort þær samrýmast ákvæðum 17. gr en megin forsendan er sú að flutningar eða framkoma sviðslistarmanns sé í samtíma áheyrn áhorfanda og ríkjandi þáttur sé af listrænum toga og hafi skemmtanalegt gildi. Með þessar forsendur er dregin upp mynd af þeim aðilum sem falla undir hugtakið sviðslistarmaður í alþjóðlegu samhengi.
Hætta á tvísköttun er fyrir hendi hjá þessum hóp og í einhverjum tilvikum er um íþyngjandi skattlagningu þar sem erlendar tekjur hafa áhrif á innlendan skattstofn. Skattstofnar geta verið reiknaðir með mismunandi hætti og afleiðingin er að ákveðin mismunun á sér stað milli aðila með takmarkaða og ótakmarkaða skattskyldu.
Ísland hefur gert yfir 40 tvísköttunarsamninga við erlend ríki og þar eru tilgreindar aðferðir sem eiga að koma í veg fyrir tvísköttun að fyrirmynd OECD, frádráttaraðferðir og undanþáguaðferðir. Í íslenskum samningum eru frádráttaraðferðir algengari og hafa erlendar tekjur áhrif á útreikning innlends skattstofns þar sem taka má tillit til þeirra við útreikning annarra tekna skattaðilans.
Drög að nýjum athugasemdum 17. gr. SF OECD er í endurskoðun um þessar mundir þar sem reynt er að skerpa betur á þeim aðilum sem falla undir ákvæði greinarinnar en einnig hafa borist athugasemdir um að afmá greinina að fyrirmynd hollenskra skattyfirvalda sem hafa gefið eftir skattlagningarheimildir sínar vegna erlendra sviðslistamanna. Megin rökin eru þau að þetta er lítill hópur með mikilli umsýslu og greinin brengli alþjóðlega samkeppni þar sem erlendir aðilar upplifa annað umhverfi.
Markmið 17. gr. er að sporna við skattasniðgöngu hjá viðförlum aðilum sem á skömmum tíma þéna háar upphæðir en það bitnar á smærri aðilum með óhóflegri skattlagningu því kostnaður þessara aðila er hár og frádráttheimildir takmarkaðar.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Sviðslistamenn_lokaritgerð_MS2013.pdf | 836.13 kB | Open | Heildartexti | View/Open |