is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1455

Titill: 
  • Málþroski og málörvun : því læra börnin málið að það er fyrir þeim haft
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni fjallar um alla þætti máls: málskilning, málnotkun, hljóðkerfisfræði,
    beygingafræði og setningafræði auk þess sem það fjallar um þróun málþroska barna og
    málörvun. Markmið verkefnisins var að athuga með hvaða hætti málþroski barna þróast
    og hvaða áhrif málörvun getur haft á málþroska barna auk þess að athuga með hvaða
    hætti er unnið að málörvun í leikskólum. Rannsóknarspurningin sem verkefnið er unnið
    út frá er eftirfarandi „Með hvaða hætti er unnið að málörvun á yngstu deild í nokkrum
    leikskólum á Akureyri?“
    Í tengslum við verkefnið var framkvæmd könnun í sex leikskólum sem reknir eru
    af Akureyrarbæ í þeim tilgangi að athuga hvernig málörvun væri háttað á yngstu deild.
    Notast var við spurningalista sem samanstóð af tuttugu spurningum. Úrtak könnunarinnar
    var valið með einföldu slembiúrtaki og fól það í sér sex deildarstjóra yngstu deilda.
    Helstu niðurstöður voru að unnið er að málörvun í öllum þeim leikskólum sem
    þátt tóku í könnuninni. Í fimm tilvikum er lögð mjög mikil áhersla á málörvun á meðan
    að í einu tilviki er áherslan mikil. Í meirihluta tilvika er framkvæmt mat á árangri
    málörvunar, hvort sem er á formlegan eða óformlegan hátt. Málörvun fer fram í gegnum
    daglegt starf og í flestum tilvikum er unnið með alla þætti máls þrátt fyrir að áherslan er
    misjöfn varðandi hvern þátt. Þeir þættir máls sem mest áhersla er lögð á varðandi
    málörvun eru málskilningur og málnotkun. Mörgum aðferðum er beitt í tengslum við
    málörvun ásamt því að notast er við fjölbreyttan efnivið. Í því samhengi er algengast að
    notaðar séu bækur, söngvar og spil til málörvunar.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 1.1.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1455


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GuðnýBerglind_efnisyfirlit.pdf110.75 kBOpinnMálþroski og málörvun - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
GuðnýBerglind_heimildaskrá.pdf134.66 kBOpinnMálþroski og málörvun - heimildaskráPDFSkoða/Opna
GuðnýBerglind_útdráttur.pdf112.93 kBOpinnMálþroski og málörvun - útdrátturPDFSkoða/Opna
Lokaritgerð-GuðnýBerglind.pdf397.73 kBLokaðurMálþroski og málörvun - heildPDF