is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14553

Titill: 
  • Áhrif lýkópódíum alkalóíða úr lyngjafna og skollafingri á angafrumur og getu þeirra til að virkja ósamgena CD4+ frumur in vitro
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Jafnar innihalda mikið magn af lýkópódíum alkalóíðun, en lýkópódíum alkalóíðar eru merkilegur flokkur náttúruefna vegna fjölbreytileika þeirra og lífvirkni. Angafrumur eru öflugustu sýnifrumur ónæmiskerfisins og eru mikilvægur hlekkur á milli ósérhæfða og sérhæfða ónæmiskerfisins. Þeirra hlutverk er að taka upp vaka og sýna óreyndum T frumum sem ræsast og bregðast við með sérhæfðu ónæmissvari. Markmið: Var að kanna áhrif lýkópódíum alkalóíða, flestum ættuðum úr íslenskum jöfnum, á þroskun angafrumna og getu þeirra til að ræsa ósamgena CD4+ T frumur in vitro.
    Angafrumur sem sérhæfst höfðu in vitro úr mónócýtum úr mönnum voru þroskaðar með eða án prófefnanna. Áhrif prófefnanna voru metin með því að mæla IL-10 og IL-12p40 boðefnaseytingu angafrumnanna með ELISA aðferð og tjáningu yfirborðssameinda þeirra í frumuflæðisjá. Ákveðið var að rannsaka áhrif annotíns nánar með því að kanna áhrif angafrumna þroskaðra með annotíni á ræsingu ósamgena CD4+ T frumna. Áhrifin voru metin með því að mæla tjáningu ýmissa yfirborðssameinda með frumuflæðisjá og seytingu boðefna með ELISA aðferð. Annotín og húperzin A höfðu áhrif á þroska angafrumnanna. Angafrumur sem voru þroskaðar með húperzíni A seyttu minna af bæði IL-10 og IL- 12p40, en angafrumur sem voru þroskaðar með annotíni seyttu minna af IL-10 án þess að hafa áhrif á IL-12p40 sem leiddi til hækkaðs IL-12p40/IL-10 hlutfallsstuðuls. Þegar þessar angafrumur voru samræktaðar með ósamgena CD4+ T frumum leiddi það til hækkunar á IL-6 og IL-12p40 seytunar og hærra hlutfall af frumum tjáðu ýmsar ræsisameindir, s.s. HLA-DR og CD86. Samræktin leiddi einnig til hærra hlutfals af T frumum sem tjáðu ræsisameindina CD69 og það var tilhneiging til hærri seytunar á IFN-γ og IL-13.
    Niðurstöður úr samrækt benda til þess að annotín geti leitt til aukinnar bólgusvörunar angafrumnanna. Þrátt fyrir það var sérhæfing T frumna yfir í Th1 frumur ekki afgerandi og er þörf á áframhaldandi rannsóknum til að staðfesta þessar niðustöður.

Athugasemdir: 
  • Yfirlýsing barst safninu í lok apríl 2014 undirrituð af einum leiðbeinanda en ekki höfundi.
Samþykkt: 
  • 30.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14553


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð án viðauka.pdf11.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna