en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/14558

Title: 
 • Title is in Icelandic SSRI þunglyndislyfjanotkun á meðgöngu. Áhrif þeirra á nýbura
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Sérhæfðir serótónín endurupptöku hemlar (e. selective serotonin reuptake inhibitors, SSRI), hafa á undanförnum árum leyst eldri þunglyndislyf af hólmi sem fyrsta val við lyfjameðferð vegna þunglyndis. Þekkt er að SSRI lyf, valdi aukaverkunum, en talið er fátítt að inntaka móður á slíkum lyfjum hafi áhrif á börn þeirra á meðgöngu. Því er talið réttlætanlegt að nota lyfin til meðhöndlunar á þunglyndi meðan móður gengur með barni. Engu að síður er þekkt að aukaverkanir, jafnvel lífshættulegar, komi fram hjá börnum mæðra sem nota SSRI lyf. Slíkir fylgikvillar, tengdir SSRI lyfjanotkun mæðra, eru lág fæðingarþyngd, styttri meðgöngulengd, viðvarandi lungnaháþrýstingur á nýburaskeiði og blóðflögufæð. Óvíst er þó hvort fækkun blóðflaga hjá nýburum, vegna lyfjanotkunar móður sé það mikil að það valdi einkennum hjá ungabarni.
  Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort SSRI lyfjanotkun mæðra á meðgöngu hafi áhrif á nýbura. Kannað var hvort notkun lyfjanna valdi blóðflögufæð hjá nýburum og hvort þau hafi áhrif á ástand barns við fæðingu.
  Aðferðir: Blóðsýnum úr móður og naflastreng barns var safnað og blóðflögufjöldi mældur. Upplýsingum um lyfjasögu og meðgöngu móður, kyn og ástand barns eftir fæðingu var einnig safnað.
  Niðurstöður: Alls voru 15 konur í SSRI meðferðarhópi og 45 í viðmiðunarhópi. Meðaldagskammtur þeirra kvenna sem voru á SSRI lyfjum síðustu sex vikur meðgöngu var 0,60±0,16 mg/kg fyrir sertralín, 0,30±0,10 mg/kg fyrir flúoxetín, og 0,48 mg/kg fyrir cítalópram. Niðurstöður sýndu að ekki var marktækur munur á blóðflögufjölda barna milli rannsóknarhópa (p=0,60). Ekkert barnanna í viðmiðunarhópi og fjögur af 15 börnum (26,67%) í SSRI meðferðarhópi grétu ekki við fæðingu (p=0,003). Ekki var marktækur munur á APGAR stigun við eins og fimm mínútur milli rannsóknarhópa (p=0,54 og 0,59).
  Ályktun: SSRI lyfjanotkun móður virðist ekki auka hættu á blóðflögufæð hjá nýbura né hafa marktæk áhrif á ástand barns við fæðingu. Þörf er á frekari rannsóknum og stærra rannsóknarþýði til að staðfesta niðurstöður þessarar rannsóknar.

Accepted: 
 • Apr 30, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14558


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MS-ritgerð PDF án viðauka.pdf2.26 MBLocked Until...2043/01/01HeildartextiPDF