is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14564

Titill: 
  • Margbreytileiki og samstaða : niðurstöður úr rannsókn á viðhorfum og gildismati framhaldsskólanema
Útgáfa: 
  • 2012
Útdráttur: 
  • Greinin fjallar um rannsókn sem stendur yfir á lífsviðhorfum og lífsgildum ungs fólks í framhaldsskólum og beinist athyglin meðal annars að viðhorfum og gildum sem tengjast trúarbrögðum, margbreytileika og samstöðu. Meðal áhugaverðra spurninga er hvaða áhrif samfélagsbreytingar og menningarlegar og félagslegar aðstæður í samfélagi vaxandi margbreytileika hafi á viðhorf ungs fólks. Í greininni er athyglinni beint að þessum spurningum og þær ræddar á grundvelli þess skilnings á manneskjunni að hún sé merkingarskapandi og leitist við að túlka líf sitt og tilvist og gefa því merkingu og tilgang. Ramminn um þá túlkun er menning og samfélag. Við breyttar samfélagsaðstæður þarf ungt fólk að takast á við nýjar spurningar er snerta siðferði og gildismat og taka afstöðu til hefða, venja og stofnana. Þá skiptir máli að sú mynd af veruleikanum sem verður til mæti þörf fyrir merkingu í lífinu, traust og öryggi. Því tengist meðal annars umræðan um þá spurningu hvort samfélagslegt umrót hafi leitt til þess að margt af því sem áður var í fremur föstum skorðum virðist nú á floti. Það getur átt við um ýmis gildi, hefðir og venjur og stöðu og hlutverk ýmissa stofnana. Þar á meðal eru trúarhefðir og trúarstofnanir. Umræðan um veraldarvæðingu og af-veraldarvæðingu, fjölhyggju og margbreytileika á því við í þessu samhengi. Markmið greinarinnar er að ræða valda þætti í niðurstöðum úr fyrri áfanga yfirstandandi rannsóknar á lífsviðhorfum og lífsgildum ungs fólks í þessu ljósi.

  • The article discusses a study in progress, on life views and life values of young people in upper secondary schools in Iceland, focusing, among other things, on attitudes and values related to religion, diversity and solidarity. Among the interesting questions asked was what effect the changing cultural and social conditions in a community of increasing diversity have on the attitudes of young people. The article focuses on such questions, based on the understanding that people seek to interpret and give meaning and purpose to their lives. The frame of reference for that interpretation is one’s culture and society. In conditions of social change, young people have a greater need to deal with questions on ethics, values, traditions, customs and institutions. It is also important that the picture of reality that is created establishes a sense of meaning in life, as well as trust and security. Connected to this is the debate about whether the great social changes that have occurred mean that much of what was previously relatively stable now seems afloat. Relevant here are a variety of values, traditions and customs, as well as the positions and roles of various organizations, including religious traditions and religious institutions. The debates on secularization and desecularization and on pluralism and diversity are applicable in this context. The aim of this paper is to present some results of an ongoing study of the life views and life values of young people in this light.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2012
Samþykkt: 
  • 30.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14564


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
007.pdf317.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna