is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14565

Titill: 
  • Mónókaprín í vatnssæknu hlaupi til meðhöndlunar á Candidasýkingum undir gervitönnum. Klínísk rannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Candida er tækifærissýkill og veldur almennt ekki sýkingum í munnholi. Ef að röskun verður hinsvegar á jafnvægi örveruflóru í munni getur það leitt til ofvaxtar á sveppnum sem getur leitt til sýkingar. Sýkingar í munnholi af völdum Candida sveppa eru algengar hjá þeim sem nota gervitennur, auk þess sem aðrir þættir hafa áhrif á það hversu móttækilegur einstaklingur er fyrir sýkingu. Þær meðferðir sem í boði eru gegn Candidasýkingum í munnholi eru ekki fullnægjandi og duga ekki til að bæta lífsgæði einstaklinga. Ónæmi gegn sýklalyfjum sem notuð eru gegn Candida er einnig vaxandi vandamál og því er þörf á að þróa nýjar aðferðir og lyf sem eru efnafræðilega ólík þeim sem eru í boði og þar með ólíklegri að leiði til ónæmis.
    Fituefni hafa sýnt mikla og breiða virkni gegn sveppum, þar á meðal Candida sveppafjölskyldunni. Mónókaprín, 1-mónóglýseríð af kaprínsýru hefur mikið verið rannsakað vegna örverudrepandi eiginleika þess og hafa flestar rannsóknir sýnt fram á að það hafi mestu sveppadrepandi eiginleikana samanborið við önnur fituefni sem rannsökuð hafa verið. Rannsóknir á mónókapríni hafa einnig sýnt að það veldur ekki ertingu á slímhúð og hentar vel sem virkt efni í vatnssæknu hlaupi.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna sveppadrepandi virkni mónókapríns í vatnssæknu hlaupi við Candidasýkingum undir gervitönnum. Mónókapríni var komið fyrir í vatnssæknu hlaupi og voru einstaklingar sem nota gervitennur fengnir til að prófa hlaupið í fjórar vikur. Niðurstöður voru bornar saman við viðmiðunarhóp sem fékk hlaup án mónókapríns. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að Candida sveppir eru vandamál í munnholi hjá þeim sem nota gervitennur. Erfitt er að draga ályktun um raunverulega virkni mónókapríns í vatnssæknu hlaupi út frá gögnum rannsóknarinnar en vísbendingar eru um að mónókaprín dragi úr fjölda sveppa í munnholi einstaklinga með gervitennur, en frekari rannsókna er þörf.

Athugasemdir: 
  • Yfirlýsing um aðgang barst í lok apríl 2014 vegna þessarar ritgerðar. Engin dagsetning var tiltekin. Skv. beiðni frá Má Mássyni deildarforseta hefur ekki verið hróflað við dagsetningu lokunar þótt ritgerð eigi samkvæmt reglunum að vera opin ef dagsetningu vantar.
Samþykkt: 
  • 30.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14565


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverk_Helga_.pdf2.4 MBLokaður til...01.04.2133HeildartextiPDF