is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14567

Titill: 
  • Háskólakennarar rýna í starf sitt : þróun framhaldsnámskeiðs í kennaramenntun
Útgáfa: 
  • 2012
Útdráttur: 
  • Greinin fjallar um rannsókn tveggja háskólakennara á eigin framhaldsnámskeiði í kennaranámi. Námskeiðið var skipulagt með það fyrir augum að bregðast við breyttum kröfum sem gerðar eru til kennara, meðal annars með fjölbreyttari nemendahópum, tækniþróun og lengri skólaviðveru. Byggt var á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar og nýsköpunarmennt sem felur í sér að kennarar og nemendur fá tækifæri til að vera skapandi og valdeflandi sem virkir þátttakendur í eigin lífi og samfélagi. Rannsóknin var eigindleg rannsókn háskólakennara á eigin starfi, en tilgangur hennar var að skoða hvernig við sem háskólakennarar þróum, viðhöldum og endurmetum stöðugt námskeið sem snýst um nýjar áskoranir í starfi kennara. Kennarar námskeiðins voru í brennidepli og skráðu rannsóknardagbók ásamt því að safna gögnum af námskeiðinu, svo sem lýsingum á námskeiði og verkefnum, verkefnum nemenda, samskiptum á vefumhverfinu Blakki og rýnihópavinnu. Leitað var svara við því hvernig umgerð og áhersla námskeiðsins virkaði á þátttöku, viðhorf og vinnubrögð nemenda. Við greiningu gagna var stuðst við kenningar Bernsteins um umgerð, flokkun, umhverfislæsi og athafnafærni. Niðurstöður benda til þess að sveigjanlegur rammi námskeiðisins hafi í byrjun leitt til þess að nemendur upplifðu óöryggi en einnig hafði hann í för með sér að hægt var að koma til móts við ólíkar þarfir og óskir nemenda. Þegar nemendur höfðu áttað sig á kennslufræðilegri nálgun námskeiðsins og náð athafnafærni í samræmi við hana, sýndu þeir sjálfstæði í sköpun, ígrundun og viðbrögðum við ólíkum kröfum í margbreytilegum nemendahópum.

  • Útdráttur er á ensku

    This article addresses self-study of teacher education practices and presents as an example a collaborative self-study of two teacher educators. The course in focus was organized to meet new challenges in teachers’ work. International migration and increased emphasis on inclusive education have raised awareness of diversity in student groups. New technologies and longer schooldays have also affected their work. We base the development of the course on ideas of inclusive and innovation education that build on developing a capacity of action and critical and creative thinking through dealing with real life issues. This was a qualitative inquiry to study how we as teacher educators develop, sustain, and continuously adjust our work. The data were collected through research journals and from classes and documentation by students and faculty on Blackboard, course and session outlines, students’ assignments and a focus group meeting. We sought answers to what kind of influence the framing and the approach of the course had on students’ participation, attitudes and work. We applied Bernstein’s concepts of framing, classification, recognition and realization rules to understand and interpret the data. Findings show that students felt insecure as the weak classification and framing in the course outline allowed considerable flexibility and required learner autonomy. As the students gradually gained recognition rules for the main underpinnings and thinking of the course, they also acquired the necessary realization rules and showed independence in creating, reflecting on and responding to the demands of diverse classrooms.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2012
Samþykkt: 
  • 30.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14567


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
008.pdf323.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna