Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14568
Hreyfingar stærðfræðinga, sálfræðinga og kennara um endurbætur á stærðfræði-kennslu urðu til í Evrópu og Bandaríkjunum eftir 1950. Meginhreyfingin var kennd við „nýja stærðfræði“. Skólastærðfræði var sett fram á máli mengja- og rökfræði í anda stefnu franskra stærðfræðinga sem kenndu sig við dulnefnið Bourbaki og vildu samræma ritun allra greina stærðfræðinnar með áherslu á formgerð. Jean Piaget taldi vera samsvörun milli formgerðar stærðfræðinnar og hugarstarfs barna. OEEC, síðar OECD, boðaði að menntun efldi félagslegar og efnahagslegar framfarir og skipulagði fund aðildarríkja um endurbætur á stærðfræðikennslu í Royaumont í Frakklandi í nóvember 1959. Hreyfingin breiddist út og Norðurlandabúar tóku að rita sameiginlegt tilraunanámsefni. Tilraunir um nýstærðfræði hófust á Íslandi árið 1964 með bandarísku námsefni í menntaskóla. Tilraunir hófust síðar í barna- og unglingadeildum og árið 1968 var nýstærðfræðilegt efni orðið útbreitt í íslenskum skólum. Íslendingar áttu ekki aðild að norræna samstarfinu en þýddu námsefni þess fyrir barna- og unglingadeildir. Annað var frumsamið. Norrænt, breskt og bandarískt efni var notað í menntaskólunum. Furðu hefur vakið hve góðar undirtektir það fékk víða um lönd að kenna börnum og unglingum mengjastærðfræði. Talið var að verkefnin myndu þjálfa rökhugsun barnanna og að foreldrar mættu ekki rugla börnin. Stefnan leið undir lok á tæpum áratug en skildi eftir varanleg nýmæli. Þegar litið er til Íslands, Danmerkur og Noregs sést að stefnan átti mikið undir frumkvæði einstaklinga í öllum löndunum. Í Noregi voru gerðar afmarkaðar tilraunir og ný námskrá var ekki samþykkt fyrr en dregið hafði úr áhrifum nýstærðfræðinnar. Á Íslandi varð tilraunastarf allt of umfangsmikið og námskrár voru aðeins í drögum. Vinnan við nýju stærðfræðina kveikti þó áhuga margra kennara og veitti þeim nýja sýn á skólastærðfræði.
Reform movements of mathematicians, psychologists and mathematics teachers were formed in the 1950s in Europe and the United States. The main currents were termed “New Math” and “Mathématique moderne”. School mathematics was to be presented within the framework of logic and set theory according to the Bourbakists, a group of French mathematicians who aimed at uniting all branches of mathematics by emphasizing its structure. Jean Piaget assumed a correspondance between the structures of modern mathematics and the child’s mind. OEEC, later OECD, supported theories that education enhanced social and economic progress and organized a meeting on school mathematics reform at Royaumont, France, in November 1959. The movement spread, and experimental syllabi were written cooperatively in the Nordic countries. Experiments on the New Math began in Iceland in 1964 by introducing an American textbook in one of the high schools. Experiments at primary and lower secondary level followed, and in 1968 modern mathematics syllabi had been widely implemented at all school levels. Icelanders did not participate in the Nordic cooperation but translated Nordic textbooks for the primary and lower secondary school levels. Other material was homemade. Nordic, British and American materials were used in high schools. Surprisingly, teaching set-theoretical mathematics to children and adolescents was universally accepted with excitement. The material was supposed to train children’s logical thinking, and parents’ intervention was thought to cause confusion. The movement declined within a decade but left some permanent novelties. Comparisons with Denmark and Norway reveal that the movement was driven by individuals’ initiatives in all the countries. Most Icelandic experiments were under direct influence from Denmark. Restricted experiments were undertaken in Norway, and a new national curriculum document was not implemented until the New Math wave had declined. In Iceland, the experiments became too extensive and only draft documents on New Math were ever published within the national curriculum. The work on the New Math, however, sparked enthusiasm in many teachers and offered them a new perspective on school mathematics.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
009.pdf | 590,29 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |