is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14581

Titill: 
  • Efnahagshrunið og skólastarf í tveimur íslenskum sveitarfélögum : skólakreppa?
Útgáfa: 
  • 2012
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi var unnin á vegum Rannsóknarstofu í menntastjórnun, nýsköpun og matsfræði, til að kanna áhrif efnahagshrunsins 2008 á skólastarf í tveimur sveitarfélögum, annað er landbúnaðarhérað, hitt fiskveiða- og þjónustusamfélag. Upplýsinga um starfsmannahald og kostnað við skólastarfið var aflað fyrir árin 2005 og 2007–2010/11. Viðtöl og rýnihópar voru notuð til að afla gagna frá fræðslustjórnum, skólastjórnendum, kennurum, öðru starfsfólki og foreldrum í völdum leik-, grunn- og framhaldsskólum í þessum sveitarfélögum. Rætt var við nemendur í grunn- og framhaldsskólum. Forystumenn annars sveitarfélagsins höfðu brugðist við fjárhagsþrengingum árið 2006. Það var því betur undirbúið fyrir efnahagshrunið en hitt þar sem viðbrögð vegna fyrirsjáanlegs samdráttar hófust síðar. Grunnstarfsemi skólanna hefur þó verið haldið í horfinu í báðum sveitarfélögunum, í meira mæli í grunnskólum en í leik- og framhaldsskólum. Almenn yfirvinna starfsfólks er ekki lengur í boði, bekkir eru fjölmennari, skólastjórnendur annast forfallakennslu, stjórnendastöðum og öðrum stöðugildum hefur fækkað, sums staðar verulega. Minna fjármagni er veitt til sérkennslu og faglegs samstarfs, annað starfsfólk en kennarar er ráðið í hlutastarf, tómstundastarf og sértæk störf, svo sem náms- og starfsráðgjöf, hafa verið skorin niður. Dregið hefur verið úr fjárveitingum til kaupa á búnaði og námsgögnum og til viðhalds tækja og húsa. Helstu tækifærin sem viðmælendur telja að hafi skapast við þessar aðstæður felast m.a. í samvinnu milli leikskóla og heimila, endurskipulagningu sértækrar kennslu í grunnskólanum og samvinnu milli nærliggjandi framhaldsskóla. Skólakreppur má skilgreina sem atburð eða atburði sem ógna grunnforsendum skólastarfsins og stjórnendanna. Hér var kreppan af ytri orsökum og samdrátt mátti sjá fyrir, þannig að stjórnendur skóla og sveitarfélaga gátu minnkað áhrifin á starfsemi skólanna og forðast skólakreppu.

  • Útdráttur er á ensku

    This study was sponsored by the Center for Research on School Administration, Innovation and Evaluation at the School of Education, University of Iceland. Effects of the economic meltdown in 2008 on schools in two municipalities were studied, one in an agricultural area and one in a fishing and service community. Information about staff and school costs was gathered for the years of 2005 and 2007–2010/11. Interviews and focus groups were conducted with super-intend-ants, school administrators, teachers, other staff, parents and pupils of selected preschools, primary schools and upper-secondary schools. In one of the communities retrenchment began in 2006, softening the hit. Core school activities were protected by law, to a greater extent for the compulsory schools than pre-schools and upper-secondary schools. However, no overtime work was done; classes became bigger; administrators became substitute teachers; administrative positions were cut; support staff was hired on a part-time basis; extracurricular activities and specialist work, such as counseling, and maintenance of equipment and buildings were all cut. The main opportunities for improvement following the crisis lie for example in more cooperation between preschools and homes, reorganization of special education in the compulsory schools and co-operation between upper-secondary schools. A school crisis can be defined as an event or events that threaten the basic values of the school and its administration. In this case the economic crisis was external and foreseen, making it possible for the school and municipal leaders to reduce its impact on the schools and avoiding a school crisis.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2012
Samþykkt: 
  • 30.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14581


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
014.pdf306.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna