is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14586

Titill: 
 • Sýklalyfjanæmi Helicobacter pylori á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakteríunni Helicobacter pylori (H.pylori) var fyrst lýst árið 1982. Hún er viðkvæm fyrir fæðuskorti, háu hitastigi og súrefni og getur því reynst erfitt að rækta hana in vitro. Um helmingur mannkyns er sýktur af bakteríunni en aðeins um 30% sýktra manna hafa einkenni. Sýking veldur magabólgu og eykur áhættu á sárasjúkdómi í maga- og skeifugörn og magakrabbameini. Vaxandi ónæmi H.pylori fyrir sýklalyfjum á síðustu árum kallar á endurskoðun hefðbundnu fjöllyfjameðferðanna sem beitt hefur verið gegn sýkingunni. Því er mikilvægt að í hverju landi sé fylgst reglulega með lyfjaónæmi bakteríunnar. 15 ár eru síðan slík rannsókn var gerð hérlendis.
  Markmið rannsóknarinnar var að kanna sýklalyfjanæmi H.pylori á Íslandi. Einnig voru skoðuð tengsl milli lyfjanæmis og aldurs; kyns; niðurstöðu speglunar; áhrif notkunar sýkla- og sýruhemjandi lyfja fyrir speglun og fyrri upprætingarmeðferða.
  Næmispróf voru framkvæmd með E-test aðferð fyrir ampicillin, clarithromycin, levofloxacin, metronidazole og tetracycline. Næmið var lesið eftir þriggja daga ræktun við örloftháð skilyrði og 37°C. hita. Næmispróf fyrir metronidazole voru ræktuð fyrst í sólarhring við loftfirrðar aðstæður en síðan í tvo sólarhringa örloftháð. Upplýsingum einstaklinga var safnað á gagnasöfnunarblöð og sótt úr sjúkraskrárkerfinu Sögu.
  Lyfjaónæmi 61 stofns reyndist 0% fyrir ampicillin og tetracycline, 13,1% fyrir clarithromycin og 1,6% fyrir levofloxacin og metronidazole. Séu þeir sem áður höfðu fengið upprætingarmeðferð útilokaðir var lyfjaónæmi 0% fyrir ampicillin, levofloxacin og tetracycline, 8,8% fyrir clarithromycin og 1,8% fyrir metronidazole. Hlutfall ónæmis hjá konum mældist hærra en hjá körlum fyrir clarithromycin (21,7% á móti 7,9%) en munurinn var ekki tölfræðilega marktækur. Þá var ónæmi 75% gegn clarithromycin hjá þeim sem áður höfðu fengið upprætingarmeðferð á móti 8,8% hjá þeim sem ekki höfðu fengið slíka meðferð (p=0,0001).
  Alþjóðlegar leiðbeiningar mæla með svo kallaðri staðlaðri þriggja lyfja meðferð með sýrudæluhemli, clarithromycin og amoxicillin eða metronidazole á svæðum þar sem ónæmi clarithromycins mælist minna en 20%. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að sú leiðbeining hæfi Íslandi. Meint hækkandi lyfjaónæmi H.pylori gegn clarithromycin hérlendis er þó áhyggjuefni.

Styrktaraðili: 
 • Vísindasjóður Landspítala
  Actavis
Samþykkt: 
 • 2.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14586


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Syklalyfjanaemi_Helicobacter_pylori_a_Islandi.pdf3.81 MBLokaður til...01.01.2044HeildartextiPDF