is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1459

Titill: 
  • Tölvu- og upplýsingatækni í skólastarfi : könnun í þremur grunnskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er unnið sem lokaverkefni til B.Ed. prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2006. Er ætlun okkar að gera grein fyrir könnun sem lögð var fyrir í fjórða og áttunda bekk í þremur grunnskólum á Akureyri. Helsta markmið okkar með könnuninni var að við gætum áttað okkur á stöðu upplýsingatækninnar í þessum skólum. Við vildum öðlast vitneskju um það hvernig staðið væri að kennslu í skólunum og kanna aðstæður. Einnig langaði okkur að vita hvaða viðhorf nemendur hefðu til upplýsingatækni og hvort mikill munur væri á viðhorfum, þekkingu og framtíðarsýn kynjanna. Í fyrsta kafla kynnum við verkefni okkar og í öðrum kafla er þróun upplýsingatækni rakin bæði almennt og frá sjónarhorni yfirvalda. Í þriðja kafla eru skilgreiningar á helstu hugtökum upplýsingatækninnar og í fjórða kafla fjöllum við um hvað aðalnámskrá segir um upplýsinga- og tæknimennt. Í fimmta kafla er kynjamunur tekinn fyrir og gerð grein fyrir þeim mun sem aðskilur drengi og stúlkur þegar að tölvum og tækni kemur. Í sjötta kafla segir frá helsta námsefni sem boðið er upp á fyrir fjórða og áttunda bekk. Könnuninni sjálfri er lýst og grein gerð fyrir niðurstöðum hennar í sjöunda kafla. Í áttunda kafla ræðum við um niðurstöður könnunarinnar. Níundi kafli hefur svo að geyma lokaorð okkar. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að nemendur eru almennt ánægðir með aðstöðuna í skólunum sem og fjölda kennslustunda, auk þess sem þeim finnst kennslan góð. Töluverður munur er þó á þeim tíma sem nemendur eyða í tölvur heima fyrir og í skólanum. Þá eyða drengir meiri tíma í leiki en stúlkur eru meira á spjallrásum. Bæði kynin gera sér grein fyrir mikilvægi þess að kunna á tölvur og þó svo drengir noti tölvur meira enn sem komið er þá fylgja stúlkur fast á hæla þeirra.

Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1459


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tölvu- og upplýsingatækni.pdf563.83 kBOpinnTölvu- og upplýsinga - heildPDFSkoða/Opna