is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14594

Titill: 
 • Landsáhætta. Áhrif landsáhættu á ávöxtunarkröfu eigin fjár
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni ritgerðarinnar er landsáhætta og áhrif landsáhættu á ávöxtunarkröfu eigin fjár og á verðmat eigna.
  Leitað verður svara við eftirfarandi þremur rannsóknarspurningum:
  1. Hvað er landsáhætta?
  2. Hvaða áhrif hefur landsáhætta á ávöxtunarkröfu eigin fjár?
  3. Hefur landsáhætta áhrif á verð íslenskra fyrirtækja?
  Landsáhætta er sú áhætta sem felst í starfsumhverfi fyrirtækja í viðkomandi landi. Landsáhætta felst t.d. í efnahagslegum stöðugleika, stöðu gjaldmiðils, verðbólgu, greiðsluhæfi og pólitískum stöðugleika. Helstu mælikvarðar benda til landsáhættu á Íslandi, lánshæfismat íslenska ríkisins er Baa3 og álag á íslensk ríkisskuldabréf í erlendri mynt umfram áhættulaus ríkisskuldabréf er um 2% auk þess sem gjaldeyrishöft eru á Íslandi.
  Meðal fræðimanna og markaðsaðila er ekki samhljóða álit um hvaða aðferðafræði er best til að meta ávöxtunarkröfu eigin fjár þegar til staðar er landsáhætta. Algengast er þó að aðferðirnar byggist á því að notast við CAPM líkanið og bæta landsáhættuálagi við markaðsálag hlutabréfa. Í ritgerðinni var landsáhættuálag Íslands reiknað með þremur aðferðum og niðurstaðan var á bilinu 2-2,9%.
  Til að svara þriðju rannsóknarspurningunni var rannsakað hvort EV/EBITDA margfaldari íslenskra félaga væri lægri en erlendra samanburðarfélaga. Að teknu tilliti til landsáhættu Íslands og 2-2,9% landsáhættuálags ætti verð íslenskra félaga að vera erlendra samanburðarfélag sem starfa á mörkuðum þar sem landsáhætta er ekki til staðar. Niðurstöður rannsóknarinnar komu á óvart. Margfaldari íslensku félaganna er ekki lægri en erlendra samanburðarfélaga sem bendir til þess að þau séu ekki lægra verðlögð. Skýringin á því felst að öllum líkindum í gjaldeyrishöftunum sem skekkja verðmyndun á innlendum verðbréfamörkuðum. Það mætti draga þá ályktun að áhrif gjaldeyrishafta á Íslandi séu sterkari en áhrif landsáhættu á ávöxtunarkröfu eigin fjár.

Samþykkt: 
 • 2.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14594


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Landsáhætta_Skemman.pdf882.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna