is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14597

Titill: 
  • Útvistun fjármálaferla. Möguleikar á íslenskum markaði
  • Titill er á ensku Financial process outsourcing
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með vaxandi samkeppni, auknum kröfum um gæði og miklum tækninýjungum sem eiga sér stað í starfsumhverfi fyrirtækja í dag eru sífellt fleiri fyrirtæki sem leitast eftir því að hagræða og lækka rekstrarkostnað sinn. Ein leið til að ná þessu markmiði er með útvistun og hafa fyrirtæki erlendis og hérlendis reynt þessa leið. Þegar fyrirtæki útvista hluta af starfsemi sinni eiga þau auðveldara með að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni og ná þannig fram meiri skilvirkni og hagræðingu í rekstri. Þegar ferlunum er útvistað þá þurfa fyrirtækin sjálf ekki lengur að fylgjast með tækninýjungum í þeim geira heldur sjá útvistunarfyrirtækin um að uppfæra tölvukerfin og læra á tækninýjungarnar. Þetta getur verið mikill kostur þar sem tækninýjungar eru mjög hraðar í flestum geirum atvinnulífsins í dag.
    „Útvistun fjármálaferla“ er aðeins nýrra hugtak en einfaldlega „útivstun“ (e. outsourcing), þó svo að byrjað hafi verið að útvista bókhaldi erlendis fyrir aldamótin. Það sem átt er við með hugtakinu „útvistun fjármálaferla“ er útvistun verkferla af fjármálasviði fyrirtækja s.s. færsla bókhalds, afstemmingar, launavinnsla, greiðsla reikninga, gerð reikninga, gerð skilagreina, reglubundin uppgjör, innheimtuþjónusta, endurskoðun o.fl.
    Fáar útgefnar heimildir eru til fyrir útvistun fjármálaferla á Íslandi og verður því helst stuðst við rannsókn höfundar sem byggði á viðtölum við framkvæmdastjóra útvstunarfyrirtækja, fjármálastjóra fyrirtækis sem útvistar sínum fjármálaferlum sem og starfsmanni í fjármáladeild fyrirtækis sem hefur útvistað fjármálaferlum en slitið því viðskiptasamabandi. Einnig verður byggt á nafnlausri spurningakönnun sem send var út til 30 stærstu fyrirtækja Íslands samkvæmt fyrirtækjaskrá árið 2007 og var svarhlutfall við þeirri könnun 37%.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinna eru þær að helstu ástæður þess að fyrirtæki útvista fjármálaferlum sínum eru gæði og góð þjónusta útvistunarfyrirtækjanna. Útvistun fjármálaferla ætti að vera góð hugmynd fyrir fyrirtæki þar sem fjármáladeildir eru oftast stoðdeildir og koma ekki að kjarnastarfsemi fyrirtækjanna. Með áframhaldandi tækniframförum ættu útvistunarfyrirtæki að geta komið á stærðarhagkvæmni þannig að fyrirtæki myndu ná fram sparnaði með því að útvista fjármálaferlum sínum. Markaður fyrir útvistun fjármálaferla er ágætur í dag en til eru útvistunarfyrirtæki, Fjárstoð og Fjárvakur, sem þjónusta fyrirtæki að öllum stærðargráðum. Fjárvakur er stærra fyrirtæki með fleiri starfsmenn og geta þeir þjónustað stærri fyrirtæki en höfundur telur að það sé helst vegna þess að þeir eru dótturfyrirtæki Icelandair Group og fengu þar með marga viðskiptavini, sem eru einnig í Icelandair Group samstæðunni, strax við stofnun fyrirtækisins. Til þess að stuðla að betri markaðsaðstæðum fyrir útvistun fjármálaferla þarf að reyna að takmarka áhættufælni með aukinni fræðslu um útvistun en traust er helsta stoðin fyrir farsælu útvistunarsambandi.

Samþykkt: 
  • 2.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14597


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eva_Pandora_Baldursdottir_BS.pdf617.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna