Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/14600
Meginmarkmið þessa verkefnis er að varpa ljósi á sjónræna þætti og myndmál landslagsins sem umlykur okkur dags daglega. Niðurstaðan ætti að nýtast á breiðu sviði og ekki vera bundin aldri fólks, einstaka útikennslustofum eða þróunarverkefnum. Mikilvægi vitundar um heimabyggð og tilfinning fyrir nærumhverfi eru þættir sem koma fram bæði í sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og nýrri aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Með því að styrkja tilfinningu fyrir lífrænum ferlum, breytingum í lit og formi er verkefnið innlegg í kennslu námsmarkmiða í umhverfismennt og sjónlistum. Gerð er grein fyrir og unnið eftir aðferðafræði sem Simon Bell hefur sett fram til að greina sjónræna grunnþætti í landslagi. Þessir þættir geta síðan raðast saman og myndað sjónrænt munstur. Evrópski landslagssáttmálinn var notaður til að skilgreina, hvað er landslag. Niðurstaðan er að nálgun Bell hentar ágætlega til að gera grein fyrir sjónrænum þáttum í íslensku landslagi og umhverfi.
The main objective of this project is to study and shed light on visual elements and figurative language of the landscape that surrounds us. The outcome is beneficial in itself as well as to educational theory. As a teaching approach, it should not be restricted by age nor the existence of specific outdoor classrooms. The importance of awareness and feeling for one’s environment is emphasized in the objectives of the United Nations and in the new curriculum for kindergartens, elementary schools and secondary schools. The necessity of increased understanding and feeling for nature, and of having faith in the figurative landscape, is shown in a broader sense. The European Landscape Convention is used to answer the question, “What is a landscape?” The methodology of Simon Bell is introduced and used systematically to approach visual aspects. The main conclusion of the analysis is that Bell’s approach is suitable when looking at the Icelandic landscape.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
02.pdf | 2.25 MB | Open | Heildartexti | View/Open |