is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14605

Titill: 
 • „Þetta var bara eins og það væri verið að drepa okkur hægt og ætti ekki að segja okkur það fyrr en að við værum dauð sko.“ Sameining Landspítala og St. Jósefsspítala
Námsstig: 
 • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Markmið með rannsókninni var að skoða hvernig sameining Landspítala og St. Jósefsspítala tókst, hvort starfsmenn St. Jósefsspítala réðu sig almennt inn á Landspítala í kjölfarið og hvernig þessum starfsmönnum líður í dag.
  Heilbrigðiskerfið slapp ekki við niðurskurðarhnífinn í kjölfar hrunsins og í framhaldi voru gerðar ýmsar breytingar og sameiningar á ýmsum heilbrigðisstofnunum landsins sem og á Landspítalanum. Með fjárlögum fyrir árið 2011 var ljóst að það þyrfti að hagræða enn meira í heilbrigðiskerfinu. Þann 3. desember 2010 kom tilkynning um sameiningu Landspítala og St. Jósefsspítala sem átti að koma til framkvæmda 1. febrúar 2011. Starfsmenn St. Jósefsspítala voru alls ekki sáttir við þessa ákvörðun og fannst gengið framhjá sér með henni enda spítalinn að þjónusta alla landsmenn með sinni einstöku þjónustu. Þeir voru lengi búnir að berjast gegn breytingu eða hugsanlegri lokun á spítalanum og á þessum tíma var mikið um greinaskrif í dagblöðunum þar sem óánægja starfsmanna kom fram. Þetta varð kveikjan að þessari ritgerð þar sem rannsakandi hafði mikinn áhuga á breytingastjórnun og mannlega þættinum.
  Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferð sem notast við hálfopin viðtöl við tíu fyrrverandi starfsmenn St. Jósefsspítala.
  Helstu niðurstöður úr rannsókninni benda til að ekki hafi verið stuðst við aðferðir í breytingastjórnun. Hvorki undirbúningur né framkvæmd hafa verið nægjanlega góð en það liðu aðeins tveir mánuðir frá tilkynningu að sameiningu. Markmið sameiningar var hagræðing sem stefnt var að í fjárlögum. Starfsmenn voru ekki hafðir með í ráðum, skynjuðu ekki þörfina fyrir sameiningunni og veittu henni mótstöðu. Mannlegi þátturinn var vanræktur. Flestir læknar réðu sig ekki inn á Landspítala svo þekking þeirra varðveittist ekki á sameinaðri stofnun. Biðlistar eftir aðgerðum sem gerðar voru á St. Jósefsspítala hafa margfaldast inn á Landspítala og þjónusta við sjúklinga hefur versnað.

Samþykkt: 
 • 2.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14605


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskjal.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna