is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14616

Titill: 
  • Hagræn áhrif lista og skapandi greina: Virði þeirra, stuðningsnet og staða í íslensku samfélagi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Listræn sköpun hefur fylgt mannkyninu um langa hríð og á hún sér ótal birtingarmyndir. Hinar skapandi greinar, listir og menning vísa til þessarar sköpunar sem er í bland við annað ein forsenda framþróunar. Hugtökin list og skapandi greinar eru áhugaverð í hagfræðilegu tilliti og ekki síður því fagurfræðilega. Greinarnar ögra á vissan hátt hinni klassísku hagfræði með undirtóni sínum um menningarlegt virði.
    Verkefni þetta dregur upp mynd af skapandi greinum og listum í kastljósi hagfræðinnar en með hliðsjón af fagurfræðilegri nálgun. Ætlunin er að velta upp spurningum um virði greinanna, stöðu þeirra í íslensku samfélagi og ábata þjóðarinnar af ríkisstyrkjum þeim til handa. Ætti hið opinbera að styrkja listir og skapandi greinar? Eru heildarhagsmunum þjóðarinnar best borgið með niðurgreiðslum menningargæða? Hugmyndir um ytri áhrif, verðleikavörur, hlutfallslega yfirburði, fórnarkostnað og margfeldisáhrif verða skoðaðar í því ljósi. Teknir verða til greina þeir þættir sem mestu máli skipta í hagfræðilegri nálgun. Ólík sjónarmið og skoðanir fá sín einnig notið en með þeim er unnt að ná fram víðri heildarmynd. Fjallað verður um opinbert stuðningsnet greinanna og lagt mat á hagkvæmni þess. Eins verður gerð grein fyrir umfangi lista og skapandi greina með hliðsjón af höfuðatvinnuvegum Íslands. Niðurgreiðslur hins opinbera eru þó rauði þráðurinn í skrifunum og eru niðurstöður þess efnis kynntar undir lok verkefnisins.

Samþykkt: 
  • 2.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14616


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hagræn áhrif lista og skapandi greina lokaskjal.pdf2.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna