is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14617

Titill: 
 • Árangursmælingar íslenskra sjóða
 • Titill er á ensku Performance Measurements of Icelandic Funds
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í kjölfar efnahagshruns hefur krafan um gott viðskiptasiðferði og meira gegnsæi aukist til muna. Árangursmælingar geta verið ógegnsæjar og utanaðkomandi aðilum getur reynst erfitt að meta réttmæti þerra. Með aukinni hnattvæðingu hefur jafnframt krafan um samræmingu orðið háværari á síðustu árum og neytendur krefjast þess í auknum mæli að fá samanburðarhæfar upplýsingar.
  Markmið þessa verkefnis er að skera úr um hvort árangursmælingum íslenskra sjóða sé ábótavant. Ýmsar leiðir eru færar við útreikninga og framsetningu ávöxtunar en ákveðinn hvati getur verið til að beita aðferðum sem sýna hvað besta afkomu. Lagt var upp með að kanna hvort samræmis gæti í árangursmælingum íslenskra sjóða og hvort þær væru í samræmi við erlenda staðla varðandi slíkar mælingar. Við mat á því var litið til GIPS staðalsins sem er alþjóðlegur staðall um árangursmælingar sem hefur á síðustu árum verið að ryðja sér til rúms á alþjóðavettvangi.
  Skoðaðar voru árangursmælingar verðbréfa- og fjárfestingarsjóða á Íslandi og árangursmælingar íslensku lífeyrissjóðanna auk þess sem úttekt var gerð á auglýsingum sjóðanna. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að samræmi árangursmælinga íslenskra sjóða reyndist ábótavant. Þegar ákvæði GIPS staðalsins eru borin saman við aðferðafræði og framsetningu á árangursmælingum íslenskra sjóða koma í ljós nokkur afgerandi frávik. Frávik verðbréfa- og fjárfestingarsjóða og staðalsins eru einkum varðandi framsetningu árangurs í auglýsingum en algengt var að ávöxtun nokkurra mánaða væri uppreiknuð til ársávöxtunar. Þetta á sérstaklega við á árunum fyrir hrun. Helstu frávik íslensku lífeyrissjóðanna frá staðlinum varða hins vegar matsaðferðir skuldabréfa sem metin eru á kaupkröfu og útreikninga ávöxtunar.
  Krafan um samræmi á að öllum líkindum eftir að aukast á komandi árum og lagt er til að litið verði í auknum mæli til alþjóðlegra staðla varðandi árangursmælingar og tekið mið af þeim við reglusetningu.

Samþykkt: 
 • 2.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14617


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Árangursmælingar íslenskra sjóða.pdf2.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna