is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14618

Titill: 
  • Erlendir tónlistarmenn á Íslandi 1930–1960
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á árunum 1930–1960 komu fjölmargir erlendir tónlistarmenn til Íslands. Menn eins og Fritz Weisshappel, Franz Mixa, Robert Abraham, Heinz Edelstein, Victor Urbancic, Carl Billich, eða Paul Pampichler — svo einhverjir séu nefndir — sem eru taldir hafa unnið ómetanlegt starf í þágu íslensks tónlistarlífs. Þeir spiluðu á skemmtistöðum, héldu tónleika og störfuðu með Sinfóníuhljómsveitinni. Aðrir gerðust tónlistarkennarar og stjórnuðu hljómsveitum, kórum og lúðrasveitum. Á tímabilinu sem hér er til skoðunar urðu jafnframt miklar framfarir í íslensku tónlistarlífi og átti koma erlendra tónlistarmanna eflaust sinn þátt í því. Í þessari ritgerð er rakin saga erlendra tónlistarmanna í samhengi við íslenska félags- og menningarsögu. Þar er beitt tveimur sjónarhornum, annars vegar hinu íslenska og hins vegar hinu erlenda, sem er reynsla erlendu tónlistarmannanna. Markmiðið með því er að útskýra af hverju erlendu tónlistarmennirnir komu til Íslands og að varpa ljósi á líf þeirra á landinu. Greint er hverjir þeir voru, af hverju þeir komu og hvert framlag þeirra til íslensks tónlistarlífs hafi verið. Jafnframt er lýst þróun íslensks tónlistarlífs og hver þáttur erlendra tónlistarmanna var í henni. Þá er lýst hvernig þeir sjálfir upplifðu Íslandsævintýrið. Fjallað er um bakgrunn þeirra, ástæður farar þeirra og aðkomuna á Íslandi. Þá er greint frá lífskjörum, hvernig þeim gekk að aðlagast og félagslegum tengslum. Því til viðbótar fylgja æviágrip erlendra tónlistarmanna á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 2.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14618


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Óðinn Melsted - Erlendir tónlistarmenn á Íslandi.pdf575.98 kBLokaður til...01.01.2026HeildartextiPDF
Yfirlýsing_Óðinn.pdf284.57 kBLokaðurYfirlýsingPDF