is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1462

Titill: 
  • Myndtúlkun - myndlæsi - myndmál : með hvaða hætti táknbindum við skynjun okkar og túlkun?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Við tölum um talmál og ritmál, er ekki einnig til myndmál? Er einhver munur á myndtúlkun og myndlæsi?
    Hvað eru tákn, hvernig eru þau sett saman, hvernig virka þau? Til þess að finna þessum spurningum svör kynnti ég mér kenningar innan táknfræðinnar. Myndtúlkun er ekki sérstakt mál heldur skapar hver áhorfandi sér sína einstöku merkingu en þegar hann setur skynjun sína í orð er hægt að tala um að myndlestur eigi sér stað. Ég vil leyfa mér að fullyrða að myndtúlkun er þegar áhorfandinn skynjar myndmálið með innsæinu en við myndlestur eru tákn afkóðuð eða sett í orð.
    Birtingamáti mynda í nútíma samfélagi virðist ekki eiga sér nein takmörk og má segja að mikilvægi þess að vera myndlæs hafi aldrei verið eins mikilvægt. Við lifum í sjónrænum heimi sem við túlkum út frá fyrri kunnáttu og merkingarbærri reynslu háð menningu okkar og þeim tíma er við lifum á.

Samþykkt: 
  • 25.3.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1462


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Microsoft Word - Ritgerd i einulagi leidrett[1].pdf839.24 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna
Vigd_utdrattur.pdf58.15 kBOpinnÚtdráttur PDFSkoða/Opna