is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14623

Titill: 
 • Ársreikningar: Er munur á ársreikningum frjálsra félagasamtaka og félaga sem hafa það markmið að hámarka hagnað sinn?
 • Titill er á ensku Financial statements: Is there any difference between financial statements from nonprofit organizations and businesses that aim to maximize their profit.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hvort að varanlegur munur sé á milli ársreikninga frjálsra félagasamtaka og þeirra félaga sem hafa það markmið að hámarka hagnað sinn. Til þess að komast að niðurstöðu voru alþjóðlegir reikningsskilastaðlar skoðaðir ásamt sérgerðum stöðlum um frjáls félagasamtök frá Bandaríkjunum og Kanada. Einnig voru ársreikningar AFS á Íslandi og Nýherja skoðaðir ásamt sambærilegum ársreikningum úr hvorri grein fyrir sig.
  Frjálsu félagasamtökin reyna að lágmarka kostnað svo starfsemi þeirra sé sem hagkvæmust. Til þess nota þau sjálfboðaliða í stóran hluta starfseminnar og ráða einungis starfsmenn til þess að sjá um daglegan rekstur. Tekjur þessara félaga eru oft í formi styrkja eða gjafa og koma inn í starfsemina frá fleiri sviðum en einu. Það sama má segja um gjöldin, þau fara í mismunandi verkefni. Hagsmunaaðilar þessara félaga gætu viljað vita í hvað gjöldin fara og því er hentugra fyrir félögin að semja ársreikning sinn með öðrum áherslum en þau félög sem rekin eru í hagnaðarskyni. Frjálsum félagasamtökum er ekki skylt að greiða tekju- og eignarskatt sem gefur þeim hærri ráðstöfunartekjur og þar af leiðandi þurfa stjórnvöld ekki að styrkja þau eins og þau myndu annars þurfa.
  Niðurstöður ritgerðarinnar leiddu í ljós að þó nokkur munur er á ársreikningum félagagerðanna, en þeir eru samt sem áður sambærilegir. Mestur munur lá í rekstrarreikningnum þar sem uppsetning tekna og gjalda er mismunandi á milli ársreikningagerða. Einnig lá mikill munur í hversu viðamiklir reikningarnir eru, en þau félög sem hafa það markmið að hámarka hagnað sinn nota oftar IFRS reikningsskilastaðlana og þeir krefjast mun ítarlegri skýringa, skýrslu stjórnar og áritun endurskoðanda heldur en þau félög sem nota ársreikningalögin.
  Það kom einnig í ljós að munurinn ætti að vera meiri og meiri sérkröfur ættu að vera gerðar til frjálsra félagasamtaka til þess að þóknast hagsmunaaðilum sínum. Einnig ætti IFRS að íhuga að útbúa alþjóðlega staðla fyrir félög af þessari gerð þar sem mörg þeirra eru hluti af alþjóðlegum stofnunum og alþjóðlegt samstarf mun að öllum líkindum aukast miðað við þá þróun sem við búum við í dag.

Samþykkt: 
 • 2.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14623


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hugrun_Vigfusardottir_BS.pdf5.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna