is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14624

Titill: 
  • Konur og kreppur: Áhrif hagsveiflna á atvinnuþátttöku kvenna á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er að skýra aukna atvinnuþátttöku kvenna á Íslandi. Greint er frá helstu þáttum sem hafa áhrif á atvinnuþátttöku og hvað hefur orðið til þess að hún er eins há hér á landi og raun ber vitni. Einnig er skoðað hvaða áhrif hagsveiflur hafa á atvinnuþátttöku kvenna og frjósemi. Frjósemi er talin vera einn áhrifamesti þátturinn þegar kemur að atvinnuþátttöku kvenna. Það var í kjölfarið á hríðlækkandi frjósemi sem konur fóru að auka atvinnuþátttöku sína. Fleiri þættir spiluðu samt sem áður inn í og má þar nefna: aukin menntun kvenna og betra velferðarkerfi. Hérlendis hefur tekist að halda uppi hárri atvinnuþátttöku án þess að það komi mikið niður á frjósemi. Ísland er eitt af fáum vestrænum löndum sem hefur tekist að halda báðum þessum þáttum uppi. Hér á landi er mjög sveigjanlegur vinnumarkaður sem hefur orðið til þess að milda hagsveiflur og stuðla að lægra atvinnuleysi. Helstu ástæður þess að Íslandi hefur tekist að halda uppi atvinnuþátttöku og frjósemi eru taldar vera gott velferðarkerfi. Í velferðarkerfinu hér á landi er í boði launað fæðingarorlof, fremur ódýrt og gott aðgengi að daggæslu fyrir börn, ýmsar barnabætur og menntunarstig þjóðarinnar er fremur hátt. Allt þetta hefur stuðlað að hærri atvinnuþátttöku kvenna hérlendis.
    Í verkefninu eru áhrif hagsveiflna á atvinnnuþátttöku kvenna skoðuð. Hagsveiflur virðast ekki hafa mikil áhrif á vinnuframboð kvenna og má rekja það til þess að þær stærðir sem hafa áhrif á vinnuframboð taka ekki miklum breytingum. Það er að segja velferðarkerfið og frjósemi taka litlum breytingum þó að sveiflur verði í efnahagsmálum. Atvinnuþátttaka kvenna hefur haldist mjög stöðug hér á landi seinustu 20 ár og helsta ástæða þess er gott velferðarkerfi.

Samþykkt: 
  • 2.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14624


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Konur og kreppur.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna