is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14626

Titill: 
  • „Þess vegna er Gegnir svo frábær.“ Viðhorf háskólanema til bókasafnskerfisins Gegnis
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknin snýr að nemendum við Háskóla Íslands og reynslu þeirra af að nota bókasafnskerfið Gegni. Markmið hennar var að skoða viðhorf nemenda til gagnasafnsins Gegnis, leitarhegðun þeirra og afmarkaða þætti upplýsingalæsis með því að athuga hvernig þeir teldu að sér gengi að nota gagnasafnið. Athugað var hvort nemendur hefðu fengið kennslu í að nota Gegni og hvernig þeim fannst hún reynast. Einnig var athugað hversu vel nemendur töldu sig þekkja gagnasafnið og hvernig það nýttist þeim í náminu. Beitt var eigindlegri rannsóknaraðferð sem fólst í því að taka opin viðtöl við átta háskólanema. Flestir voru á Félagsvísindasviði en tveir voru á Hugvísindasviði og einn á Heilbrigðisvísindasviði. Viðtölin voru greind samkvæmt aðferð opinnar kóðunar og komu þrjú meginþemu í ljós. Þeim voru gefin eftirfarandi heiti: Að fóta sig í fræðaumhverfinu, Notkun á Gegni, Reynslan af Gegni. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að nemendurnir notuðu Gegni talsvert en þó mismunandi mikið eftir því í hvaða fagi þeir stunduðu nám og á hvaða stigi þeir voru í náminu. Flestir höfðu fengið kennslu á gagnasafnið á vinnulagsnámskeiðum í faginu sem þeir stunduðu nám í en nokkrir nemanna höfðu þó ekki fengið neina beina kennslu. Nemendunum fannst kennslan á námskeiðunum hafa reynst vel en að hún hefði mátt vera hagnýtari og í formi verklegrar þjálfunar. Notkun nemendanna á Gegni tengdist mikið heimildaöflun vegna ritgerða og verkefna og þeir sem voru að skrifa lokaritgerðir notuðu hann almennt mikið. Yfirleitt fannst nemendunum einfalt að læra á Gegni og þótti þeim ekki þurfa mikla kennslu. Afstaða þeirra var mjög jákvæð, þeim fannst mikilvægt að kunna á Gegni vegna námsins og litu á hann sem hentuga og áreiðanlega upplýsingalind. Það var misjafnt hvort nemendurnir nýttu sér alla valmöguleika sem bókasafnskerfið býður upp á. Um helmingur þeirra nýtti sér að skrá sig inn í kerfið til að endurnýja útlán en fáir nýttu sér aðra þjónustu. Nemendurnir voru ánægðir með samskrána og töldu bókasafnskerfið uppfylla þarfir sínar. Rannsóknin sýnir að nemendurnir eru vel upplýsingalæsir varðandi þá þætti sem voru skoðaðir en að þörf er á að efla fræðslu sérstaklega í ljósi þess að ekki höfðu allir fengið kennslu og að fólk vissi ekki alltaf af öllum valmöguleikum sem í boði voru.

Samþykkt: 
  • 2.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14626


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MLIS ritgerð_Helga Kristín Gunnarsdóttir 2.5.2013.pdf666.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna