is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14628

Titill: 
  • Skuldavandi Portúgala og Grikkja: Evran, alþjóðafjármálakreppan og opinber stjórnsýsla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er að greina helstu orsakir skuldavanda Grikkja og Portúgala. Gerð verður grein fyrir áhrifum aðildar að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) á hagkerfi landanna og varpað ljósi á hvort ávinningur þess hefur verið í samræmi við það sem kenningar spá fyrir um. Áhrif voru mikil á fjármálamörkuðum. Aukinn trúverðugleiki, lægri verðbólga og afnám gengisóvissu varð til þess að vextir hríðlækkuðu og urðu sambærilegir því sem best gerðist á evrusvæðinu. Væntingar um aukinn hagvöxt urðu til þess að fjármagn streymdi inn í löndin í mun meira mæli en nokkurn tímann áður. Innstreymi fjármagns og lágir vextir urðu til þess að lántaka jókst og verulega dró úr sparnaði. Innlend eftirspurn jókst og viðskiptahalli og fjárlagahalli urðu umfangsmeiri. Slík staða getur verið réttlætanleg til skemmri tíma ef lánsfé er varið í hagkvæmar fjárfestingar sem leiða til aukinnar hagkvæmni útflutningsgreina og viðskiptaafgangs seinna meir. Ef lán eru tekin til að fjármagna einka- og opinbera neyslu þá eru vandræði ekki langt undan. Aukin eftirspurn leiddi til hækkunar verðlags umfram önnur lönd á evrusvæðinu og laun hækkuðu umfram framleiðni svo dró úr samkeppnishæfni landanna. Það leiddi til frekari aukningar viðskiptahallans. Fjármálastefnur ríkisins bæði í Grikklandi og í minna mæli Portúgal ýttu undir þessa þróun og útgjöld jukust á árunum 2000-2007 og voru fjármögnuð með erlendum lánum. Í myntbandalagi hefur fjármálastefna meiri áhrif en áður og mikilvægt hefði verið fyrir stjórnvöld að sporna gegn þessari þróun með aukinni aðhaldssemi. Undirskrift Maastricht-sáttmálans hafði jákvæð áhrif á fjármálastefnu landanna tímabundið en aðhald EMU var ekki nægilegt eftir að evran var tekin upp. Þá veittu fjárfestar ríkisfjármálum heldur ekki nægilegt aðhald, engin viðbrögð voru við neikvæðri þróun fjárlagahalla ríkjanna eftir að evran var tekin upp og vextir héldust lágir þvert á evrusvæðið, þrátt fyrir mjög ólíka stöðu ríkja innan þess, allt fram að því að alþjóðafjármálakreppan hófst. Í kjölfar björgunaraðgerða Evrópska seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Grikklandi árið 2010 fór traust fjárfesta að breytast verulega og álag á skuldabréf að hækka umfram það sem hægt er að rekja til grunnþátta hagkerfisins. Ríkin voru mjög næm fyrir vaxtahækkunum vegna hárrar skuldastöðu og fjármagn tók að flæða út sem leiddi til vítahrings hækkandi vaxta og aukinna skulda.

Samþykkt: 
  • 2.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14628


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skuldavandi Portúgala og Grikkja.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna