is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14629

Titill: 
 • Hver er reynsla og upplifun stjórnarmanna af störfum innan stjórna hlutafélaga?
 • Titill er á ensku What is the directors experience of work within a corporation board?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Stjórnir gegna lykilhlutverki í starfsemi hlutafélaga og ráða miklu um þá möguleika sem fyrirtæki hefur til að ná árangri. Viðfangsefni lokaverkefnisins er stjórnir hlutafélaga.
  Rannsókn var gerð á meðal sex einstaklinga sem allir hafa mikla reynslu af störfum innan stjórna hlutafélaga. Þátttakendur lýstu reynslu sinni og upplifun af störfum innan stjórna hlutafélaga.
  Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu og upplifun stjórnarmanna af störfum innan stjórna hlutafélaga. Við rannsóknina var beitt eigindlegri rannsóknaraðferð. Öflun gagna fór fram með hálf opnum viðtölum (e. semi structured interviews) við fimm einstaklinga auk þess sem einum þátttakanda var sendur spurningalisti með rafrænum hætti til svörunar. Við val á þátttakendum var notað markvisst úrtak (e. purposive sample). Í markvissu úrtaki eru þátttakendur valdir vegna ákveðinnar reynslu eða þekkingar sem þeir búa yfir (Esterberg, 2002). Leiðbeinandi og rannsakandi komust sameiginlega að niðurstöðu varðandi mögulega þátttakendur.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að þátttakendur höfðu allir góða reynslu og upplifun af störfum innan stjórna hlutafélaga og töldu að innan stjórna hlutafélaga væri unnið með faglegum hætti. Flestir þátttakendur töldu að miklar breytingar hefðu átt sér stað á störfum innan stjórna hlutafélaga á síðustu árum. Helsta breytingin væri aukin vakning um betri stjórnarhætti, nú væri gerðar auknar kröfur til stjórnarmanna og stjórnarstarfið væri orðið víðtækara. Þátttakendur töldu mismikla þörf á breytingum á viðteknum stjórnarháttum. Sumir þátttakendur töldu að auka þyrfti hlut kvenna í stjórnum og huga þyrfti betur að samsetningu stjórnar með tilliti til aldurs og menntunar á meðan aðrir þátttakendur töldu að ekki væri þörf á breytingum á viðteknum stjórnarháttum heldur þyrfti að tileinka sér enn frekar þær leiðbeiningar um stjórnarhætti sem væru til nú þegar.

Samþykkt: 
 • 2.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14629


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Sif Gunnarsdóttir-ritgerð.pdf865.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna