is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14639

Titill: 
  • Titill er á spænsku La figura de Pancho Villa en el cine
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Pancho Villa fæddist í Rio Grande í Mexíkó árið 1876 og var af fátæku fólki kominn. Fljótlega varð hann munaðarlaus og fékk litla sem enga menntun í æsku. Þegar hann gerðist meðlimur í Mexíkósku byltingunni, sem hófst árið 1910 gegn einræði Porfirio Díaz, var hann búin að vera nokkur ár á flótta undan yfirvöldum fyrir að hafa drepið einn af eigendum sveitaseturs þar sem hann var vinnumaður. Pancho Villa gekk til liðs við Francisco A. Madero, sem var ein aðalhetjan í byltingunni. Þar sýndi Pancho Villa strax mikla stjórnunarhæfileika. Hann stofnaði sína eigin hersveit í Norður-Mexíkó, Norður-sveitina og varð sigursæll.
    Pancho Villa hætti þáttöku í stjórnmálum og bjó í þrjú ár í Chihuahua eftir það. Þar var hann síðan myrtur árið 1923 af pólitískum ástæðum.
    Tilgangur ritgerðarinnar er að skoða ímynd Pancho Villa í þeim fjölmörgu kvikmyndum sem gerðar hafa verið um hann. Í fyrri hluta ritgerðarinnar verður aðallega fjallað um myndir sem framleiddar hafa verið um Pancho Villa jafnt í Mexíkó sem í Bandríkjunum. Í seinni hlutanum verður stuðst við myndina And Starring Pancho Villa as Himself frá 2003 til þess að fræðast um tengsl hans við Hollywood. Sú mynd varð strax vinsæl um allan heim. Þar kemur skýrt fram hvernig Pancho Villa notfærði sér kvikmyndaiðnaðinn í Hollywood til þess að koma sér á framfæri og hvernig hann notaði óvenjulegar aðferðir til þess að sýna umheiminum hvernig barist var á vígstöðvunum. Einnig koma fram stjórnunarhæfileikar hans og hvernig hann notfærði sér þá. And Starring Pancho Villa as Himself var unnin út frá tveimur myndum, The Battle of Ojinaga og The Life of General Villa. Reynt verður að rýna í persónuleika Pancho Villa út frá kvikmyndinni. Var hann vondur, góður, karlremba, gáfaður, kvennabósi? Einnig verður reynt að bera saman hinar óhefðbundu leiðir Pancho Villa á vígvellinum og raunveruleikaþætti nútímans eða það sem kallast „reality show“.
    Auk kvikmyndanna er stuðst við bækur eftir Friedrich Katz, Paco Ignacio Taibo, Margarita de Orellana og systurnar Rosa og Guadalupe Helia Villa ásamt greinum og ritgerðum.

Samþykkt: 
  • 2.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14639


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa af BAritgerð Inga.pdf399.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna