en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1464

Title: 
  • is Verður maður fræðimaður ef maður fer í háskóla? : rannsóknarritgerð um óskir ungs fatlaðs fólks um nám eftir framhaldsskóla
Abstract: 
  • is

    Ritgerð þessi byggir á niðurstöðum rannsóknar á óskum og væntingum ungs fatlaðs fólks sem gerð var á vormánuðum 2007. Þátttakendur rannsóknarinnar voru sex fötluð ungmenni á þrítugsaldri. Þau eiga það sameiginlegt að óska eftir frekari námstilboðum eftir útskrift úr framhaldsskóla. Rannsóknin byggðist á opnum viðtölum, þátttökuathugunum og rýnihóp. Helstu niðurstöður voru að ungt fatlað fólk vill hafa færi á að velja nám sem hentar þeim, vilja geta stjórnað hvenær þeim er veittur stuðningur við námið og vilja fá tækifæri til starfstengdrar menntunar sem hentar þeirra áhugasviði.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að auka þurfi valmöguleika ungs fatlaðs fólk á námi að loknum framhaldsskóla.

Accepted: 
  • Apr 1, 2008
URI: 
  • is http://hdl.handle.net/1946/1464


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Heildarskjal.pdf325.02 kBOpenHeildarskjalPDFView/Open