is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14643

Titill: 
  • Hið blandaða bú. Staða og tækifæri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslenskur landbúnaður hefur tekið gríðarlegum breytingum síðastliðna öld. Hann var eitt sinn aðal atvinnugrein Íslendinga en í dag starfa aðeins um 3% þjóðarinnar við landbúnað. Athyglisverðast varðandi þessa þróun er það, að hversu miklu leiti bú hafa tekið stefnu í átt til sérhæfingar. Áður fyrr voru flest bú lítil umfangs og blönduð, en í dag eru þau orðin mun stærri og sérhæfðari.
    Markmið verkefnisins var að skoða sérstaklega stöðu blandaðra búa og greina það hvar þeirra helstu áskoranir og tækifæri liggja. Í þessu samhengi var litið til þess hvaða áhrif samkeppniskraftar hefðu á stöðu blandaðra búa og hvar virði þeirra myndast. Við greiningu var aðallega stuðst við kenningar M.E. Porters um samkeppniskrafta og virðiskeðjur en einnig voru PESTEL og SVÓT greiningar framkvæmdar. Verkefnið byggir á fyrirliggjandi gögnum auk óformlegra viðtala við búfræðing og tvo bændur sem starfrækja blönduð bú.
    Helstu niðurstöður leiddu í ljós að samkeppniskraftar hafa í raun ekki mjög mikil áhrif á blönduð bú. Hins vegar hafa áhrifaþættir í ytra umhverfi þeirra mjög mikil áhrif á landbúnað í heild sinni. Ef ekki væri fyrir pólitíska- og lagalega umhverfisþætti hefðu samkeppniskraftar mun meiri áhrif á stöðu blandaðra búa. Við greiningu á virðiskeðju búanna varð það ljóst að kjarnafærni þeirra liggur í framleiðslu og þar fara flestar virðisaukandi athafnir fram. Almennt þótti ekki sérstök ástæða fyrir blönduð bú að horfa í átt til sérhæfingar. Í þessu samhengi verður þó að skoða stefnutengda stöðu og stefnufærni hvers bús fyrir sig, til þess að ákvarða hvort stefnubreyting sé fýsileg. Framtíðarhorfur blandaðra búa eru almennt nokkuð bjartar en mörg tækifæri liggja í frekari fjölbreytingu, auknum samlegðaráhrifum og jafnvel klasasamstarfi.

Samþykkt: 
  • 2.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14643


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hið blandaða bú.pdf1.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna