is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14647

Titill: 
 • Að læra að verða kennari í starfi á vettvangi
Útgáfa: 
 • Apríl 2012
Útdráttur: 
 • Í greininni er sagt frá því hvernig kennarnemar lærðu að starfa sem kennarar þegar þeir unnu sem leiðbeinendur í skólum jafnframt því að stunda kennaranám í fjarnámi sem skipulagt var með reglubundnum staðlotum. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á aðstæður kennaranema sem starfa á vettvangi og var byggt á
  menningarsögulegri starfsemiskenningu sem hefur reynst vera gagnlegt verkfæri til að greina samspil einstaklingsbundinna og samfélagslegra þátta í þróun og námi. Gagnasöfnun fór fram á vettvangi skólanna og náði yfir þriggja ára tímabil. Námsferli kennaranemanna og starfsþróun tengdust skólunum þar sem þeir kenndu og kennaranámið gagnaðist þeim með mismunandi hætti eftir aðstæðum í skólunum. Á grundvelli greiningarinnar voru þróaðar tilgátur um atriði sem mestu máli skipta í því ferli að læra til starfa sem kennari. Tilgáturnar fela m.a. í sér að reynsla í starfi gegni lykilhlutverki; verðandi kennarar læra að hlusta á nemendur og skerpa skilning sinn á hlutverki kennara og skóla í lífi barna og unglinga sem er mikilvægur liður í að ýta undir ábyrgðarkennd í kennarastarfinu. Niðurstöðurnar vekja athygli á ólíkum aðstæðum kennaranema og ólíkum aðstæðum almennt í skólum og hvað staða skólaþróunar í hverjum skóla hefur mikil áhrif á námsferli kennaranemanna. Á sama hátt og kennarar þurfa að laga kennsluhætti sína að ólíkum þörfum einstakra nemenda þarf kennaramenntunin að þróast með því að laga starfshætti sína bæði að þörfum einstakra kennaranema og að þörfum í skólum á hverjum tíma. Dregin er sú ályktun að þörf sé á þróunarstarfi í kennaramenntun þar sem unnið yrði að því að víkka skilning á viðfangsefni kennaramenntunar þannig að hún taki til skólaþróunar jafnt sem einstaklingsnáms kennaranema.

 • Útdráttur er á ensku

  The article reports how school-based student teachers learned to develop their practice as teachers when they worked as uncertified teachers in schools while studying in a teacher education programme organized as a blend of distance and face-to-face
  sessions. The purpose of the research was to shed light on the situation of schoolbased student teachers and was based on cultural-historical activity theory that has proved to be useful tool for analyzing the interaction of individual and social factors in development and learning. Data was generated in the schools during a three year period. Student teacher learning and development of practice was related to the schools in which they taught. The usefulness of teacher education for learning was
  variable and depended on their situation in the schools. On the basis of the analysis hypotheses were developed about issues that are crucial in the process of learning to be a teacher; The hypotheses include learning to listen to pupils and sharpening
  their understanding of the role of teachers and schools in children’s and young people’s lives which is important for enhancing responsibility as teacher. The results draw attention to the different situations of individual student teachers and in
  schools in general and the way in which school development in each school affects the learning processes of student teachers. In the same way as teachers need to adapt their practice to needs of different pupils, teacher education should adapt its content and practice to meet the needs of individual student teachers as well as to meet the current and imminent needs of schools. To do this the object of teacher education would need to be expanded to include school development as well as education of individual student teachers.

Birtist í: 
 • Netla
ISSN: 
 • 1670-0244
Athugasemdir: 
 • Greinaflokkur um kennaramenntun til heiðurs Ólafi J. Proppé sjötugum
  á tíu ára afmæli Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun
Samþykkt: 
 • 2.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14647


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að læra að verða kennari.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna