is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14657

Titill: 
  • Fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á fjárfestingarheimildir íslenskra lífeyrissjóða og þau atriði sem vert er að hafa í huga við mótun regluverks utan um fjárfestingar lífeyrissjóða. Fjárfestingarheimildirnar eru skoðaðar í samanburði við heimildir lífeyrissjóða í öðrum löndum Evrópu og einnig bornar saman við þær reglur sem gilda um verðbréfasjóði (UCITS tilskipunin) og norska olíusjóðinn. Jafnframt er umfjöllun um ýmis atriði sem tengjast beint og óbeint fjárfestingum lífeyrissjóða, fjárfestingarstefnu og fjárfestingarheimildum. Tilgangur verkefnisins er ekki að veita afgerandi svör heldur að draga fram kosti, galla og álitaefni sem snúa að íslenskum lífeyrissjóðum og fjárfestingarheimildum þeirra.
    Helstu niðurstöður verkefnisins eru þær að ekki er einsýnt hvernig fjárfestingarheimildir íslenskra lífeyrissjóða eiga að vera. Það eru mörg atriði sem löggjafinn þarfa að hafa í huga þegar regluverk utan um lífeyrissjóði er mótað. Þegar horft er til annarra landa sést að lífeyriskerfi eru sett upp með mismunandi hætti og fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða taka oft á tíðum mið af því. Það er þó hægt að sjá ákveðna þróun í átt til mildara regluverks utan um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða með áherslu á stjórnarhætti, áhættustýringu og samfélagsleg gildi. Fjölbreytileiki og flækjustig fjármálaafurða gerir það að verkum að erfitt er að móta regluverk sem byggir um of á nákvæmum tölulegum takmörkunum.
    Lög um lífeyrissjóði á Íslandi eru komin til ára sinna og þrátt fyrir ýmsar breytingar á fjárfestingarheimildum hafa þær ekki náð að halda í við örar breytingar á fjármálamarkaði. Uppsetningu og áherslum heimildanna er ábótavant og þær mættu endurspegla betur þá þróun sem átt hefur sér stað í Evrópu.

Samþykkt: 
  • 2.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14657


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða.pdf1.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna