en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1466

Title: 
  • Title is in Icelandic Eru tengsl á milli félagsauðs í skólasamfélagi og námsárangurs?
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort félagsauður í skólaumhverfi barna hefði tengsl við námsárangur þeirra í grunnskóla. Félagsauður hefur meðal annars verið skilgreindur sem samstarf skóla og heimilis; þátttaka mæðra í starfi skólans; sambönd milli foreldra, nemenda og kennara; virkni mæðra í skólastarfi; samstarf foreldra innan bekkjar; hvort að nemendur taki ábyrgð á eigin námi og gæði skólastarfs. Kannað var hvort þessi einkenni félagsauðs tengdist námsárangri á samræmdum prófum í 7. bekk. Verk erlendra fræðimanna á þessum vettvangi voru skoðuð þar sem tengsl félagsauðs við námsárangur grunnskólabarna hafa ekki verið rannsökuð hérlendis. Settar voru fram tvær rannsóknarspurningar: Eru tengsl á milli félagsauðs mæðra og námsárangurs nemenda í grunnskóla? og Eru tengsl á milli félagsauðs í skóla og námsárangurs nemenda í grunnskóla? Rannsóknin var megindleg og gögnunum safnað með spurningalistum. Niðurstöður byggðust á svörum 514 mæðra og 34 umsjónarkennara barna sem voru í sjöunda bekk almennra grunnskóla í Kópavogi og í Reykjavík skólaárið 2006/2007.
    Niðurstöður voru þær að tengsl voru á milli félagsauðs mæðra á heimili og í skóla og námsárangurs nemenda að teknu tillit til atriða eins og menntunar móður og tekna heimilis. Ekki voru tengsl á milli félagsauðs skóla og námsárangurs nemenda. Sambandið þar á milli kann að vera flóknara og þarf að rannsaka með stærra úrtaki. Niðurstöðurnar gefa vísbendingu um mikilvægi félagsauðs mæðra á heimili og í skóla fyrir námsárangur barnanna umfram félagsauð skóla. Til að auka námsárangur barna er mikilvægt að horft sé meira til heimilanna án þess þó að gleyma skólunum.

Accepted: 
  • Apr 8, 2008
URI: 
  • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/1466


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Eru tengsl á milli félagsauðs í skólasamfélagi og námsárangurs - heild.pdf372.49 kBOpenEru tengsl á milli félagsauðs í skólasamfélagi og námsárangurs? - heildPDFView/Open