Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14660
Í ritgerðinni er leitast við að skoða hver áhrif gjaldeyrishafta eru á fjárfestingakosti
fjárfesta og hverjir séu hagkvæmustu fjárfestingakostir á tíma gjaldeyrishafta.
Gjaldeyrishöft hafa verið órjúfanlegur hluti af sögu sjálfstæðrar myntar á Íslandi vegna
þess hve smá, sveiflukennd og óstöðug íslenska krónan hefur verið. Núverandi höft voru
sett á eftir efnahagshrunið 2008. Með tilkomu haftanna snarbreyttist
fjárfestingarumhverfi fjárfesta. Erlendir fjárfestingarkostir voru þurrkaðir út fyrir
krónueigendur og takmarkaðir innlendir fjárfestingarkostir einungis í boði.
Skuldabréfamarkaðurinn, og þá fyrst og fremst, ríkisskuldabréf hafa verið í sérflokki frá
hruni og veitt betri ávöxtun en hlutabréf. Nú er taflið hins vegar að snúast við og
hlutabréf hafa gefið góða ávöxtun síðustu misseri og betri en skuldabréfin. Líklegt er að
sú þróun haldi áfram á næstunni samfara frekari skráningu félaga á markað og því
álitlegur fjárfestingakostur að fjárfesta í hlutabréfum og í nýskráningum félaga. Hætta
er hins vegar að bólumyndun eigi sér stað. Ekki eru augljós merki um bólumyndun að
svo stöddu en höftin bjaga verðmyndun og gera hana öðruvísi en ella meðal annars
vegna krónueignar í eigu erlendra aðila sem leita mikið inn á skuldabréfamarkaðinn.
Fasteignamarkaðurinn er álitlegur kostur við núverandi umhverfi og talsvert líf virðist
vera að færast á markaðinn. Líklegt má teljast að fasteignaverð eigi eftir að hækka á
næstunni vegna lítilla nýbygginga og lítils framboðs af réttu húsnæði.
Fjárfestingatækifærin eru því til staðar á Íslandi þrátt fyrir gjaldeyrishöft.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Davíð Berg_ BS.pdf | 791,82 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |