is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14664

Titill: 
 • Viðskiptavinamiðuð gildi og markaðshneigð
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Miklar breytingar hafa átt sér stað á mörkuðum undanfarna áratugi. Samkeppni milli fyrirtækja hefur aukist mikið, sem og kröfur neytenda um gæði vara og aukna þjónustu. Fyrirtæki hafa í vaxandi mæli leitast við að mæta þessari þróun með því að efla markaðshneigð. Markaðshneigð er fyrirtækjamenning sem byggist á að hafa þarfir viðskiptavina að leiðarljósi í allri starfsemi fyrirtækisins. Niðurstöður margra rannsókna sýna fram á jákvæð tengsl milli markaðshneigðar og frammistöðu og því getur uppbygging markaðshneigðar áhrif á samkeppnishæfi fyrirtækja.
  Fyrirtækjamenning byggist ekki síst á gildum fyrirtækja og teljast þau því ein af undirstöðum hennar. Hegðun fyrirtækis og ákvarðanir sem teknar eru innan fyrirtækja eiga því oft rætur að rekja til þeirra gilda sem fyrirtæki hafa þróað með sér.
  Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort tengsl eru milli viðskiptavinamiðaðra gilda og markaðshneigðar fyrirtækja og einnig hvort tengsl eru milli markaðshneigðar og frammistöðu fyrirtækja. Í stað formlegra gilda var sjónum beint að lýsandi gildum þar sem þau endurspegla oft vel fyrirtækjamenningu og viðhorf stjórnenda.
  Niðurstöður benda til jákvæðra tengsla milli viðskiptavinamiðaðra gilda og markaðshneigðar og einnig milli markaðshneigðar og frammistöðu. Helstu takmarkanir rannsóknarinnar voru fremur fá svör, fá gögn lágu fyrir sem hægt greina hjá hluta fyrirtækjanna og ólík starfsemi hluta fyrirtækjanna gerði samanburð erfiðari. Engu að síður gefur rannsóknin góðar upplýsingar um markaðshneigð og frammistöðu fyrirtækjanna og veitir innsýn í tengsl gilda og markaðshneigðar.

Samþykkt: 
 • 3.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14664


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðskiptavinamiðuð gildi og markaðshneigð.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna