en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/14668

Title: 
  • Title is in Icelandic „Sú skúfun varð ævilöng.“ Um rithöfundinn Málfríði Einarsdóttur og verk hennar Úr sálarkirnunni
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Rithöfundurinn Málfríður Einarsdóttir (1899-1983) vakti mikla athygli þegar hún gaf út sína fyrstu bók árið 1977, orðin 78 ára. Alls urðu bækur hennar sex talsins en þar af komu tvær út að henni látinni. Málfríður skrifaði fjórar bækur af sjálfsævisögulegu tagi en í þeim ræðir hún gjarnan um líðan sína, veikindi og sársauka. Ein þessara bóka er Úr sálarkirnunni (1978) en um hana er fjallað hér. Verkið er greint með tólum og tækjum hugrænna fræða sem kynnt eru jafnóðum í greiningu. Þá er meðal annars vikið að líkamsmótun vitsmunanna (e. embodied cognition) rætt um líkingar (e. metaphors), íróníu, samhug (e. intermental thought) og hugarlestur (e. mind reading). Gefinn er gaumur að útgáfusögu Málfríðar og fjallað um samstarf hennar við útgefanda sinn, Sigfús Daðason. Þar sem verk Málfríðar er sjálfsævisögulegt er tekin afstaða til hvað skuli kalla þetta „ég“ sem birtist á síðum bókarinnar; sömuleiðis hvort rétt sé að nota hugtökin sögumaður, söguhöfundur og raunverulegur höfundur þegar texti Málfríðar er skoðaður. Niðurstaðan er sú að sögumannshugtakið sé óþarft en söguhöfundarhugtakið brýnt. Sjónum er einnig beint að því hvernig Málfríður sviðsetur sjálfa sig í Úr sálarkirnunni. Einkum er skoðað hvernig hún aðgreinir sig frá öðrum út frá líkama sínum, veikindum og samfélagsstöðu en í sömu mund hvernig samfélagið er samhuga um að gera hana að jaðarpersónu. Þar að auki er kannað hvaða aðferðum Málfríður beitir til að lýsa þunglyndi sínu og öðrum sjúkdómum.

Accepted: 
  • May 3, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14668


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Sú skúfun varð ævinlöng.pdf1.04 MBOpenHeildartextiPDFView/Open