is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14670

Titill: 
 • Mannauðsstjórnun hjá Ístaki. Greining út frá níu lyklum mannauðsstjórnunar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmiðið með rannsókninni var að greina mannauðsstjórnun hjá Ístaki og kanna viðhorf starfsfólks til mannauðsstjórnunar hjá fyrirtækinu. Við greininguna var stuðst við líkan um níu lykla mannauðsstjórnunar. Kannað var viðhorf til þátta sem snúa að starfsánægju, tryggð, hvatningu, sjálfsmati, vinnuaðstæðum, starfinu, starfsanda, samstarfi, stjórnun, upplýsingaflæði, starfsþróun og fræðslu, markmiðasetningu og starfsárangri. Þátttakendur í rannsókninni voru 352 starfsmenn Ístaks sem starfa innan mismunandi deilda fyrirtækisins. Lagðar voru fram 2 rannsóknarspurningar:
  1.Er mannauðsstjórnun hjá Ístaki í samræmi við hugmyndafræðina um níu lykla mannauðsstjórnunar?
  2.Hvernig upplifa starfsmenn mannauðsstjórnun hjá Ístaki?
  Stuðst var að stærstum hluta við megindlega aðferðafræði í formi viðhorfskönnunar og tölfræðiútreikninga, en einnig voru notaðar eigindlegar aðferðir í formi rýnihópa. Rýnihóparnir voru notaðir til að fá skýrari sýn á viðfangsefnið og renna stoðum undir niðurstöður megindlega hluta rannsóknarinnar.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að nokkuð vanti upp á að mannauðsstjórnun hjá Ístaki sé í samræmi við hugmyndafræðina um níu lykla mannauðsstjórnunar. Helstu ályktarnar rannsakanda eru að efla þurfi mannauðsstjórnun hjá Ístaki. Skilgreina þarf verklag og ferla er snúa að mannauðsmálum og setja fram mannauðsstefnu sem styður við meginstefnu fyrirtækisins.
  Niðurstaðan var sú að einkunn mannauðsstjórnunar hjá Ístaki er 3,76 á kvarðanum 1 til 5. Það skilgreinist á starfhæfu bili en við neðri mörk. Varðandi samanburð á mannauðsstjórnun hjá Ístaki við hugmyndafræðina um níu lykla mannauðsstjórnunar þá vantar töluvert upp á að samræmi sé þar á. Markvisst er unnið í ýmsum þáttum mannauðsmála en skortur á heildstæðri stefnumótun á því sviði.

Samþykkt: 
 • 3.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14670


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf2.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Aðgangi lokað af höfundi til 30.4.2016. Beiðni höfundar var samþykkt af viðskiptafræðideild.