is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14675

Titill: 
 • Endurskoðunarnefnd lífeyrissjóðs. Brúin milli stjórnar og endurskoðenda
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar rannsóknar eru endurskoðunarnefndir lífeyrissjóða. Þetta er tiltölulega nýtt og svo til órannsakað fyrirbæri á Íslandi. Flestar nefndirnar hófu störf á árinu 2009, við gildistöku nýrra lagaákvæða um skipan slíkra nefnda hjá lífeyrissjóðum.
  Markmið rannsóknarinnar var að skoða starfshætti endurskoðunarnefnda lífeyrissjóða, með tilliti til laga og góðra stjórnarhátta. Jafnframt að skoða hvernig tilkoma nefndanna hefur haft áhrif á áherslu og vægi endurskoðunar og hvaða þýðingu skipan nefndanna hefði fyrir störf þeirra. Með skipan nefndanna er annars vegar átt við hlutfall stjórnarmanna í nefndunum og hins vegar hvaða þekkingu og reynslu nefndarmenn hafa.
  Við rannsóknina var aðferðafræði raundæmisrannsókna beitt og fjögur raundæmi tekin til skoðunar. Tekin voru viðtöl við 17 viðmælendur, þar af tengdust 14 viðmælendur raundæmunum fjórum. Einnig var byggt á opinberum gögnum varðandi lífeyrissjóði og gögnum frá lífeyrissjóðunum sem tengdust raundæmunum fjórum.
  Aðal rannsóknarspurningin var: Hvernig er störfum endurskoðunarnefnda háttað með tilliti til laga og góðra stjórnarhátta?
  Helstu niðurstöður benda til þess að þær endurskoðunarnefndir sem voru viðfangsefni þessarar rannsóknar hafi lagt sig fram um að sinna verkefnum sínum í takt við lög og góða stjórnarhætti. Verkefni nefndanna eru hins vegar yfirgripsmikil og enn virðist vanta upp á að allar nefndirnar nái að sinna margþættu hlutverki sínu að fullu. Þar má helst nefna að tækifæri virðast vera til að bæta vinnuferlið við gerð reikningsskila, efla umræðu við ytri endurskoðendur varðandi ógnanir við óhæði þeirra og ráðstafanir sem gripið hafi verið til að mæta slíkum ógnunum.
  Ef horft er til framtíðar og þróun stjórnarhátta þar sem krafan um aukið gagnsæi og meiri upplýsingar virðist ráða miklu, má gera ráð fyrir að íslenskar endurskoðunarnefndir komi til með að verða meira áberandi í framtíðinni, hugsanlega með skýrslugjöf í ársskýrslum.

Samþykkt: 
 • 3.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14675


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrefna Gunnarsdottir (01_05_2013).pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna