is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14677

Titill: 
  • Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi. Eigindleg og megindleg rannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Notkun samfélagsmiðla á borð við Facebook hefur aukist mikið á undanförnum árum. Facebook hefur gert fyrirtækjum kleift að nálgast viðskiptavini með auðveldari hætti en áður var talið mögulegt. Facebook flokkast sem gagnvirk markaðsfærsla en slík markaðsfærsla gerir það að verkum að viðskiptavinir geta komið skilaboðum sínum á framfæri í stað þess að aðeins fyrirtæki komi skilaboðum til viðskiptavina og því verða skilaboðin ekki lengur einhliða.
    Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar byggir að mestu leyti á kenningum um Facebook sem samfélagsmiðil, markaðsfærslu fyrirtækja og stjórnun viðskiptatengsla. Rannsókn verkefnisins fór fram með tvennum hætti, í fyrsta lagi með megindlegum spurningalista sem sendur var nemendum Háskóla Íslands og í öðru lagi með eigindlegum viðtölum við forsvarsmenn fimm íslenskra fyrirtækja. Niðurstöður benda til þess að ávinningur af notkun Facebook til markaðsfærslu fyrir íslensk fyrirtæki geti verið margvíslegur, til dæmis til að auðvelda samskipti við viðskiptavini. Einnig voru niðurstöður þær að fólk hér á landi er líklegast til að líka við (þ.e. setja „like“ á) fyrirtæki/vörumerki á Facebook vegna áhuga. Að lokum komst rannsakandi að því að fólk hér á landi er líklegra til að hætta að líka við fyrirtæki/vörumerki hér á landi ef það deilir of miklu efni.

Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14677


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Notkun Facebook til markaðsfærslu á Íslandi.pdf866.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna