Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14678
Gjaldeyrishöft eru í gildi á Íslandi og er afnám þeirra talið með mikilvægustu verkefnum sem ráðast þarf í á næstu misserum. Flestir eru sammála um að nauðsynlegt sé að afnema höftin sem fyrst vegna mikilla ókosta sem þau hafa í för með sér. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á reynslu landa af afnámi gjaldeyrishafta sem hafa lagt þau á í svipuðum tilgangi og höftin sem eru í gildi á Íslandi. Ástæða þess að höftum hefur ekki verið aflétt hér á landi er hræðsla við of mikið útflæði fjármagns sem hefði slæm áhrif á hagkerfið. Í ritgerðinni er að finna umfjöllun um gjaldeyrishöft og einnig er reynsla sex landa skoðuð. Um er að ræða Malasíu, Tæland, Argentínu, Spán, Rúmeníu og Venezuela. Farið er yfir fyrirkomulag og aðdraganda haftanna og hvernig gengi, vextir og gjaldeyrisforði þróast eftir afnám hafta. Dæmin eru að mörgu leyti ólík en niðurstaðan er sú að áhrif afnáms hafði ekki stórvægileg áhrif á ofangreinda þætti í þessum löndum. Það þarf þó ekki að gilda það sama um Ísland þar sem nokkrir áhættuþættir eru til staðar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð - Valgeir Erlendsson..pdf | 1.16 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |