is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14681

Titill: 
  • Áhrif virðisaukaskattsbreytinga á rekstur ferðaþjónustufyrirtækis. Greining á ársreikningi
  • Titill er á ensku The effects of changes in value-added-tax in the tourist industry
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni mun höfundur reyna að svara því hvaða áhrif virðisaukaskattur hefur á rekstur ferðaþjónustufyrirtækis. Í þessu samhengi verður eitt ferðaþjónustufyrirtæki skoðað, þ.e. (það er) hótel á stór Reykjavíkursvæðinu sem vildi ekki láta nafn síns getið í þessu verkefni. Verður hótelið því hér eftir kallað hótel x.
    Til að komast að niðurstöðu um hvaða hugsanlegu áhrif þessi fyrirhugaða virðisaukaskattshækkun mun hafa á reksturinn verður byrjað á því að fara almennt yfir sögu virðisaukaskatts á hótelrekstur og hvernig hann hefur þróast frá þeim tíma sem virðisaukaskattslækkunin átti sér stað árið 2007. Gerður verður samanburður á Íslandi og öðrum löndum í Evrópu og athugað hvort Ísland sé fyrir ofan eða neðan meðaltal í þeim efnum. Skoðuð verða áhrif sem slíkar skattahækkanir hafa almennt á rekstur fyrirtækja. Þar á eftir fer rannsóknin fram á rekstri hótels x. Lögð verður áhersla á árin 2006 til loka árs 2011 og á þeim árum verður rýnt í ársreikninga félagsins, rekstrarreikninginn, efnahagsreikninginn og sjóðstreymið. Eftir það verða kennitölu útreikningar úr sömu ársreikningum. Til að geta metið þær kennitölur sem verða reiknaðar verða niðurstöður þeirra bornar saman á milli ára, ásamt því að verða bornar saman við hótelgreinina í heild með aðstoð talna frá Hagstofunni. Með gefnar forsendur og athuganir verða niðurstöðurnar dregnar saman í lokin til að geta séð hvaða áhrif virðisaukaskattshækkunin hefur á reksturinn. Þar verður horft til þess hvaða breytingar hótelið þyrfti að gera eftir hækkunina og hvaða breytingar eru áætlaðar hjá hóteli x. Verðteygni eftirspurnar verður nýtt við útreikninga til að komast að því hvaða áhrif verðhækkunin hefur á eftirspurt magn eftir gistingu. Við þá útreikninga verða gistinætur hótels x endurreiknaðar út frá eftirspurðu magni og séð hvaða áhrif sú lækkun hefur á rekstrartekjur hótels x. Kom á óvart við gerð verkefnisins að hækkun virðisaukaskattsins mun ekki hafa afgerandi áhrif á reksturinn því að árlegur langtímavöxtur komu ferðamanna til landsins er talinn vera 7,7% og sú fækkun á gistinóttum sem mun eiga sér stað vegna verðhækkana mun einungis ganga á langtímavöxtinn.

Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14681


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sunna_Halla_Einarsdottir_BS.pdf689.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna