is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14682

Titill: 
 • Greining á Væntingavísitölu Capacent Gallup: Er hægt að nýta væntingavísitöluna til þess að spá fyrir um þróun einkaneyslu?
 • Titill er á ensku An analysis of Iceland's consumer confidence index: Can expectations be used as indicators of future consumer expenditures?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hér á landi hefur einkaneysla rúmlega helmingsvægi landsframleiðslunnar og skiptir þróun einkaneyslu því miklu máli fyrir framvindu efnahagskerfisins. Víða erlendis hafa væntingavísitölur verið notaðar til þess að gefa vísbendingu um þróun einkaneyslu. Væntingavísitölur mæla væntingar almennings um þróun efnahags- og atvinnumála. Rannsóknir benda til þess að væntingar ákvarði sparnað og eyðslu heimilanna og lýsi þar með neysluákvörðunum neytenda.
  Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort nota mætti Væntingavísitölu Capacent Gallup sem annars vegar leiðandi hagvísi og hins vegar sem vísbendingu um áformuð kaup. Skoðað var hvort væntingar einstakra hópa fólks gæfu betri nálgun á einkaneyslu en aðrir.
  Notað var VAR-líkan til þess að sýna fram á tölfræðilegt samband væntinga og einkaneyslu. Niðurstöður benda til þess að nota megi Væntingavísitölu Capacent Gallup til þess að spá fyrir um þróun einkaneyslu. Einnig benda niðurstöðurnar til þess að nota megi Væntingavísitöluna sem leiðandi hagvísi sem bæti upp fyrir tímatöf fyrir mælingu og birtingu einkaneyslu.
  Þegar væntingar einstakra hópa voru skoðaðar sérstaklega, þá var það fólk á aldrinum 16-24 ára sem gat best skýrt breytingar í einkaneyslu. Fólk á þessum aldri ber þó aðeins ábyrgð á litlum hluta einkaneyslunnar og má því segja að nota megi væntingar þess sem leiðandi hagvísi fremur en spátæki. Þessar niðurstöður gefa til kynna að fólk á aldrinum 16-24 ára verði fyrir mestum áhrifum hagsveiflna. Því var litið á atvinnuþátttöku ungs fólks, sem hefur verið talin góður mælikvarði á framvindu hagkerfisins, til þess að styðja niðurstöður.

Samþykkt: 
 • 3.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14682


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lara_Sif_lokaritgerð.pdf3.63 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna