en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/14686

Title: 
 • Title is in Icelandic Geðrænt tjón. Um skaða- og miskabætur vegna geðræns tjóns á grundvelli ákvæða skaðabótalaga nr. 50/1993
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Þú stendur við gatnamót þegar bíl er ekið inn á þau gegn rauðu ljósi. Í sömu andrá er öðrum bíl ekið í veg fyrir hann og harður árekstur verður með bílunum. Þú hleypur að þeim og sérð að annar ökumannanna hefur hlotið mikil höfuðmeiðsl en hinn virðist óskaddaður. Á gangbrautinni beint í akstursstefnu bílsins sem ók gegn rauðu ljósi liggur fjórði maðurinn, skelfingu lostinn. Ímyndaðu þér nú að tveir mánuðir hafi liðið. Þú hefur ekki getað sofið heila nótt og hefur fundið fyrir ýmsum kvíðaeinkennum eftir að þú varðst vitni að slysinu. Ökumaðurinn sem varð fyrir höfuðmeiðslunum varð fyrir heilaskaða sem leiddi til skapgerðarbreytingar auk þess sem hann er orðinn gleyminn og á erfitt með að einbeita sér. Ökumaðurinn sem virtist óskaddaður er líkamlega heill heilsu en hefur hins vegar upplifað atburðinn aftur og aftur, sefur illa, er kvíðinn og þorir ekki lengur að aka bifreið og gangandi vegfarandinn hefur einnig átt við slík vandamál að stríða. Hverjir þessara aðila hafa orðið fyrir bótaskyldu tjóni? Ber ökumaðurinn sem ók gegn rauðu ljósi ábyrgð á heilsuleysi hinna þriggja? Á frekar að bæta þeim sem varð fyrir heilaskaða tjón sitt heldur en hinum?
  Aðstæður sem þessar vekja upp þá spurningu hvernig bæta skuli tjón þeirra sem verða fyrir tjóni á sálrænni eða geðrænni heilsu sinni. Á að bæta það, á grundvelli hvaða ákvæða skaðabótalaga skal það gert og er sú raunin í dómaframkvæmd? Þessar spurningar eru þó ekki takmarkaðar við afleiðingar umferðarslysa því alvarleg áföll fylgja í kjölfar ýmissa atburða, til að mynda þegar brotið er gegn persónu fólks, og eru ákvarðanir bóta í kjölfar slíkra atburða ekki síður áhugaverðar.
  Í kafla 2 er gerð nánari grein fyrir þeirri rannsóknarspurningu sem hér verður leitast við að svara og mikilvæg hugtök afmörkuð. 3. kafli fjallar almennt um íslenskan skaðabótarétt og bótategundir skaðabótalaga og hvernig þær horfa við geðrænu tjóni. Í 4. kafla er farið yfir dómaframkvæmd skaðabótamála í tilteknum málaflokkum og skoðað hvort og hvernig tillit er tekið til geðræns tjóns og hver þróunin er hvað það varðar. Erlendur, en áhugaverður, skaðabótaréttur er svo kannaður í 5. kafla og gerð grein fyrir þeim reglum sem gilda þar hvað varðar geðrænt tjón. Í 6. kafla eru niðurstöður fyrri kafla teknar saman og dregin ályktun af þeim um hvaða reglur gildi hér og hvert verði horft til nánari útfærslu þeirra.

Accepted: 
 • May 3, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14686


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Geðrænt tjón - JPS - Heildartexti.pdf811.25 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Geðrænt tjón - JPS - Kápa.pdf106.29 kBOpenKápaPDFView/Open