is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14691

Titill: 
 • Hindranir í útflutningi: Reynsla íslenskra útflytjenda
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsókn þessi fjallar um reynslu íslenskra útflytjenda á hindrunum í útflutningi. Markmiðið með henni var að svara rannsóknarspurningunni um hverjar væru helstu hindranir íslenskra fyrirtækja og að sýna niðurstöðurnar eftir innri og ytri hindrunum í þeim tilgangi að auðvelt sé að nýta þær til umbóta.
  Rannsóknin var unnin með fyrirbærafræðilegri aðferð og hálfstöðluð viðtöl tekin við fulltrúa átta íslenskra framleiðslufyrirtækja. Viðtalsrammi var hafður til hliðsjónar en hann var gerður út frá flokkun Leonidas Leonidou á útflutningshindrunum eftir innri og ytri þáttum. Rannsóknargögnin voru unnin samkvæmt þremur stigum fyrirbærafræðilegrar aðferðar; lýsingu, samþættingu og túlkun. Fyrirbærafræðin gerði rannsakanda kleift að skyggnast inn í reynsluheim viðmælenda, öðlast dýpri skilning á þeim hindrunum sem þeir höfðu mætt og svara þannig rannsóknarspurningunni.
  Niðurstöðurnar voru þær að helstu hindranirnar voru eftirfarandi: fjármagnsskortur, mannekla, menningarmunur, ólíkir viðskiptahættir, hár flutningskostnaður, mikil ferðalög starfsfólks, flókin og tímafrek tollamál og pappírsvinna, óhagstætt rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja, miklar gengissveiflur íslensku krónunnar og hörð samkeppni.
  Framlag þessarar rannsóknar er þríþætt. Niðurstöður um innri hindranir eiga erindi við stjórnendur en niðurstöður um þær ytri við stjórnmálamenn og rannsakendur fá hvatningu til frekari rannsókna á útflutningshindrunum. Það er hvorki eðli fyrirbærafræðinnar né markmið rannsóknarinnar að alhæfa út frá niðurstöðunum en það er von rannsakanda að hún nýtist ofangreindum hagsmunahópum útflutnings og rannsóknarefnið veki áhuga þeirra í framtíðinni með það að leiðarljósi að bæta og auka útflutning íslenskra fyrirtækja.
  Lykilorð: Útflutningur, Hindranir í útflutningi, Fyrirbærafræði

Samþykkt: 
 • 3.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14691


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áslaug Þorbjörg Guðjónsdóttir-MS ritgerð.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Forsíða - Hindranir í útflutningi - Áslaug Þ. Guðjónsdóttir.pdf100.16 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna