is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14695

Titill: 
  • Make Space. Miðlun á skrásetningu vinnustofudvalar í formi lifandi mynda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi greinargerð er hluti af meistaraverkefni mínu í hagnýtri menningarmiðlun og fjallar um vinnuferli og fræðilega nálgun á miðlunarhluta lokaverkefnisins. Greinargerðin lýsir aðdraganda og vali á miðlunarverkefni og rökstyður val á ákveðinni miðlunarleið, með skoðun á fyrirmyndum og öðrum miðlunarleiðum. Jafnframt eru dregnar upp ýmsar vangaveltur sem tengdust verkefninu og markaðssetning þess skoðuð.
    Miðlunarverkefnið snýr að miðlun skrásetningar á samtímalist í formi lifandi mynda sem sýndar verða á vefsíðu á netinu. Sökum miðilsins og lengdar myndanna kýs ég að kalla þær vefþætti. Þættirnir fimm fjalla um vinnustofudvöl sem fór fram á Íslandi í lok febrúar til byrjun mars á þessu ári og er aðalfókus skrásetningarinnar á sýningu afrakstri þeirra í almenningsrýmum. Þættirnir byggja á viðtölum við þá fjóra listamenn sem tóku þátt, auk aðstandenda The Festival sem sáu um framkvæmd verkefnisins. Með hlýju sem þema fókusaði Make Space verkefnið á sköpun rýmis og aðstæðna þar sem fagurfræði og pólitík gætu sameinast.

Athugasemdir: 
  • DVD diskur með vefþáttum fylgir greinargerðinni.
Tengd vefslóð: 
  • http://contemporary.is/
Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14695


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
berglindh_greinargerd2013_make_space.pdf649.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna