is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14696

Titill: 
  • Aladdín og töfrateppið – og aðrar ævintýrahugleiðslur fyrir börn. Um hugmyndafræði, þýðingu og útgáfuferli sjálfshjálparbóka fyrir íslensk börn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Undanfarna áratugi hefur daglegt líf íslenskra barna breyst mikið. Nú verja mörg börn stórum hluta dagsins í þaulskipulögðu skóla- og tómstundastarfi með tilheyrandi áreiti, og hraðinn í samfélaginu er mikill. Greiningum geð- og hegðunarraskana hefur fjölgað og er erfitt að segja með vissu hvað veldur. Í ritgerðinni er fjallað um hugmyndafræði útgáfu sálfræðilegs sjálfshjálparefnis fyrir íslensk börn í meðferðar- og forvarnarskyni og sagt frá tilurð útgáfufyrirtækjanna Hvað get ég gert sf. og Betra sjálf ehf. Enn fremur birtist í heild sinni íslensk þýðing bókarinnar Aladdín og töfrateppið - og aðrar ævintýrahugleiðslur fyrir börn, en þýðing og útgáfa hennar er meginstoð þessa meistaraverkefnis. Í fyrsta hluta ritgerðarinnar er fjallað um andlega heilsu barna, tíðni raskana, greiningar og úrræði. Farið er yfir útgáfu sjálfshjálparefnis, kosti slíks efnis fyrir börn og einnig er litið til mikilvægis faglegra efnistaka í útgáfu sjálfshjálparbóka. Í öðrum hluta er fyrirtækið Hvað get ég gert sf. í kastljósinu, en rætt er um stofnun þess, hugsjónina á bak við útgáfu Hvað get ég gert-bókanna og útgáfuferlið sjálft. Þriðji hlutinn snýr að undirbúningi og stofnun sálfræði- og útgáfufyrirtækisins Betra sjálf ehf. og í því samhengi er fjallað um samkeppnisgreiningu og markaðssetningu sjálfshjálparbóka fyrir börn hérlendis. Þá er sagt frá hugmyndafræði breska fyrirtækisins Relax Kids sem sérhæfir sig í að kenna börnum slökun auk þess sem rætt er um gildi slökunar og hugleiðslu sem forvörn fyrir börn gegn streitu. Í fjórða hlutanum er fjallað um bókina Aladdín og töfrateppið, þá hugmynd sem bókin byggir á svo og þau álitamál sem upp komu við þýðingu hennar. Má þar nefna vangaveltur um orðalag, notkun kyns í texta og staðfæringar. Þýðing bókarinnar Aladdín og töfrateppið fylgir loks í heild.

Athugasemdir: 
  • Í rafrænni útgáfu ritgerðarinnar er aðgangur að bókinni Aladdín og töfrateppið ekki opinn, þar sem um er að ræða höfundaréttarvarið efni. Ritgerðina í heild má lesa á Landsbókasafninu.
Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14696


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mastersritgerð - I. hluti.pdf1,14 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Mastersritgerð - II. hluti.pdf14,83 MBLokaður til...03.05.2088BókPDF
Mastersritgerð - III. hluti.pdf189,4 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna