is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14698

Titill: 
  • Tekjuskipting á Íslandi árin 1927 og 1937: Þróun og áhrifavaldar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er tekjuskipting (e. income distribution) á Íslandi árin 1927 og 1937. Markmið hennar er að varpa ljósi á þróun tekjuskiptingarinnar á Íslandi á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar, hvort þróunin hafi verið í átt til aukins jafnaðar og hvaða áhrifaþættir voru að verki. Í þeim tilgangi er efnahagsþróun á tímabilinu rakin, og greint frá þeim hagstærðum er gætu haft áhrif á tekjuskiptinguna. Auk þess er litið til annarra áhrifaþátta er voru að verki, svo sem iðnvæðing, verkalýðsfélög og skattabreytingar. Einnig er skoðað hvaða áhrif búseta, kyn og ólíkar atvinnugreinar höfðu á launamun.
    Nánari skoðun á þróun tekjuskiptingar á þriðja og fjórða áratug síðustur aldar leiðir í ljós að hlutfallsleg fækkun varð á allra hæstu og lægstu tekjubilunum. Samþjöppunar í tekjudreifingunni varð vart. Ójöfnuður fór vaxandi í neðri hluta tekjudreifingarinnar en dróst saman í efri hlutanum. Miklar sviptingar í efnahagslífinu á þessu tímabili, einkum í kjölfar kreppunnar miklu, höfðu mikið að segja um þróun tekjuskiptingarinnar. Sem dæmi um áhrifavalda má nefna mikið atvinnuleysi, föst nafnlaun og breytingar í viðskiptakjörum. Að öllum líkindum voru þó raunlaunahækkanir og breytingar á formgerð samfélagsins, til að mynda uppbygging borgarastéttar, er mestu máli skiptu fyrir þróun tekjuskiptingarinnar.

Samþykkt: 
  • 3.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14698


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð - Erna Björg, lokaskil.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna